RE/MAX & Bjarný Björg Arnórsdóttir Lgf kynnir í einkasölu bjarta og rúmgóða 2 herbergja íbúð á 2. hæð í nýlegu lyftuhúsi við Hafnarbraut 9 í Kópavogi. Frábær staðsetning á Kársnesinu þaðan sem stutt er í alla helstu þjónustu, göngu- og hjólaleiðir.
FALLEG ÍBÚÐ MERKT 207, STÓRAR SVALIR OG SÉRMERKT BÍLASTÆÐI Í BÍLAGEYMSLU.
Birt stærð eignar er 59,3 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands, þar af er 8,7 fm geymsla, rúmgóðar suð-vestur svalir og stæði í bílageymslu.
Eignin skiptist í opið forrými, eldhús, stofu, svefnherbergi og baðherbergi en henni fylgir sér geymsla í kjallara og hlutdeild í sameign, hjóla- og vagnageymslu.
Nánari upplýsingar gefur :
Bjarný Björg Arnórsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 694-2526 / bjarny@remax.is
Nánari lýsing:
Forrými með fataskáp, parket á gólfi.
Eldhús, falleg og vönduð innrétting með innbyggð tæki sem fylgja, kæliskápur og uppþvottavél, parket á gólfi.
Stofa og borðstofa, bjart opið rými, parket á gólfi og útgengt á rúmgóðar vestur svalir.
Hjónaherbergi með stórum fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf með innréttingu, upphengdu salerni og walk-in sturtu, tengi fyrir þvottavél á baðherbergi.
Geymsla í kjallara (8,7 fm).
Bílastæði í bílageymslu með hleðslustöð.
Nánari upplýsingar gefur :
Bjarný Björg Arnórsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 694-2526 / bjarny@remax.is
Húsið er klætt að utan og ál-tré gluggar og því viðhaldslítið. Lóð sameiginleg og fullfrágengin, stéttar næst húsi hellulagðar og snjóbræðslulögn í gangstíg framan við húsið. Bílastæði eru malbikuð og merkt.
Lögð var áhersla á blandaða byggð, vistvænar samgöngur, verslun og þjónustu við uppbyggingu vestasta hluta Kársness. Samhliða uppbyggingu er fyrirhugað að reisa brú fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna yfir Fossvog sem tengja mun svæðið við háskólasvæði Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og miðbæ Reykjavíkur.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.