RE/MAX og Júlían J. K. Jóhannsson löggiltur fasteignasali, kynna í einkasölu: Gott átta hesta hús með 4 tveggja hesta stíur, kaffistofu og sérgerði. Hesthúsið við Funabakka 4 er skráð 52,9 fm. Húsið er í þriggja hesthúsalengju á góðum stað í hesthúsahverfinu með sér gerði beint fyrir utan og möguleiki á að ganga í Hestamannafélagið Hörð og njóta þá þeirrar aðstöðu sem því fylgir.
- 4 tveggja hesta stíur, gerðar úr ryðfríu stáli.
- Sér gerði fyrir utan.
- Kaffistofa með innréttingu.
- Rafmagn og kalt vatn, möguleiki á að taka inn hitaveitu.
- Möguleiki á að stækka húsið með kvisti í þaki, fordæmi um slíkt í hverfinu.*** Smelltu hér til að sækja söluyfirlit ***NÁNARI LÝSING:Funabakki 4 samanstendur af:
Rúmgóður
gangur, kaffistofa með innréttingu, vaski og borðkróki,
hlöðu og
geymslurými undir
kaffistofu.
* Kalt vatn og rafmagn er í húsinu en hitaveita er á svæðinu. Bjart og góð lýsing í húsinu og góð lofthæð.
* Möguleiki er að sækja um leyfi til að byggja kvist á þaki hússins.
* Steypt gólf í stíum með niðurfalli.
* Ekki er salerni í húsinu núna.
* Sér gerði er fyrir húsið og sameiginleg taðþró. Stíur eru ekki að stærð samkvæmt nýjustu reglugerð um stærð á stíum.
* Búið er að endurnýja lóðarleigusamninginn.
Húsið er á góðum stað í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ þar sem er góð aðstaða til útreiðar. Mikil uppbygging hefur verið hjá hestamannafélaginu Herði. Góð reiðhöll á svæðinu ásamt keppnis- og æfingavöllum. Allar frekari upplýsingar veitir:
Júlían J. K. Jóhannsson löggiltur fasteignasali í síma 823-2641 eða á julian@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Við bendum væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0.5% - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.-