REMAX kynnir: Vandaðar og glæsilegar íbúðir í nýju og fallegu fjölbýlishúsi við sjávarsíðuna á Kársnesi að Hafnarbraut 18, 200 Kópavogi.Fjölbreyttar stærðir og gerðir frá 48m2 til 194 m2. Stæði í bílageymslu fylgir flestum íbúðum.Íbúð 303 / Útsýnisíbúð: Rúmgóð og björt fjögurra herbergja,
140,9 m2 íbúð ásamt stæði í bílageymslu.
Hjónasvíta með fataherbergi og sér baðherbergi. Gólfsíðir gluggar í stofu með stórbrotnu
útsýni til sjávar og yfir borgina. Svalir með Bambus pallefni á svalagólfi. Sér
12,1 m2 geymsla í sameign.
Íbúðirnar skilast innréttaðar með fallegum sérsmíðuðum
innréttingum frá Brúnás, vönduðum eldhústækjum og
sérstæðu loftskiptikerfi. Aukin lofthæð í öllum íbúðum hússins 270-290 cm.
Upplýsingar um allar íbúðirnar má finna hér: SöluvefurBókið skoðun, sýnum alla daga.Elvar Frímann Frímannsson, Löggitur fasteignasali, í síma 659-6606 / elvar@remax.is
Stefán Jarl Martin, Löggiltur fasteignasali, í síma 892-9966 / stefan@remax.is
Helstu kostir:- Loftskiptakerfi sem er sjálfstætt fyrir hverja íbúð og tryggir íbúum bestu mögulegu hita- og loftgæði allan ársins hring
- Innréttingar eru sérsmíðaðar, framleiddar og uppsettar af Brúnás
- Ítalskar kvarts 20mm þykkar borðplötur á eldhúsum og baðherbergjum
- Innbyggður kæliskápur og uppþvottavél frá AEG
- Airforce spanhelluborð með innbyggðri viftu í eldhúseyjum
- Hreinlætistæki frá Grohe
- Sér þvottahús í langflestum íbúðum
- Aukin lofthæð í öllum íbúðum hússins 270-290 cm.
- Gólfsíðir gluggar í alrýmum
- Hús klætt að utan með vandaðri álklæðningu sem veðurkápu
- Svalalokun/skýli í völdum íbúðum
- Svalagólf og sérafnotareitir skilast með viðhaldsléttu Bambus pallaefni
- Tengi fyrir rafmagnspott í sérvöldum íbúðum.
- Stæði í lokuðu bílastæðahúsi fylgir flestum íbúðum
Húsið: Hafnarbraut 18 er vandað og einstaklega vel staðsett fjölbýlishús við sjávarsíðuna á vestanverðu Kársnesinu í námunda við fyrirhugaða Fossvogsbrú sem mun, ásamt Borgarlínustöð, skapa sterka tengingu við Öskjuhlíð, háskólasvæðin, Reykjavíkurflugvöll og miðborg Reykjavíkur. Húsbyggingin er fimm hæðir á niðurgröfnum kjallara þar sem eru bílastæði, sérgeymslur, sameiginlegar reiðhjóla- og vagnageymslur og tæknirými. Á íbúðahæðunum fyrir ofan eru 52 fjölbreyttar íbúðir af mismunandi gerð, stærð og herbergjafjölda. Byggingin er hönnuð fyrir fjölbreyttan markhóp íbúa, allt frá sérhönnuðum stúdíóíbúðum til rúmgóðra fjölskylduíbúða.
Skipulagsgjald: Kaupendur greiða álagt skipilagsgjald við endanlega útgáfu brunabótamats sem nemur 0,3% af heildarmati.