RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Fallegt og vel skipulagt fjögurra herbergja 135,0 fm. nýlegt endaraðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr á rólegum og eftirsóttum stað í Leirvogstungu Mosfellsbæ. Íbúðarýmið er 112,0 fm. og skiptist í forstofu, sjónvarpshol, eldhús opið til borðstofu og stofu með útgengt út á stóra og skjólgóða viðarverönd til suðurs, þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstoðu. Bílskúr er skráður 23,0 fm., hár til lofts og með góðu geymslulofti. KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉRFÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉRNánari lýsing:Forstofa er rúmgóð og björt með fataskápum, flísar eru á gólfum. Úr forstofu er innangengt í bílskúr.
Eldhús, borðstofa og stofa er í björtu og opnu samliggjandi rými með
töluverðri lofthæð. Vandað harðparket er á gólfum. Eldhús er með fallegum hvítum og stílhreinum innréttingum, ofn í vinnuhæð, helluborði og viftu. Úr borðstofu og stofu er útgengt út á
stóra og skjólgóða viðarverönd til suðurs.
Svefnherbergin eru þrjú, öll mjög rúmgóð og björt með fataskápum, harðparket á gólfum.
Baðherbergi er stílhreint með fallegri dökkri vaskinnréttingu með speglalýsingu og góðu skúffuplássi. Sturta með glerþili, upphengt salerni og handklæðaofni. Flísalagt gólf og veggir að hluta. Góð
þvottaaðstaða er á baðherbergi með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara.
Bílskúr er skráður 23,0 fm., hár til lofts og með góðu
geymslulofti. Epoxy á gólfum.
Leirvogstunga er afar fjölskylduvænt hverfi, skipulagt með einungis sérbýlum í útjaðri höfuðborgarinnar þar sem lögð er áhersla á nálægð við náttúruna. Gönguleiðir um hverfið tengjast við gönguleiðir á fell og dali í næsta nágrenni. Stutt göngufjarlægð í laxveiði, hestamannahverfi Harðar, Tunguvöll og flugklúbb Mosfellsbæjar, fallegar göngu og hjólaleiðir ásamt mótorsporti. Stutt er í skóla og verslanir þar sem Tunguvegur tengir hverfið við Varmárskóla, Kvíslarskóli, íþróttamiðstöðina og miðbæ Mosfellsbæjar, allt í innan við 2-3 mín. akstursfjarlægð en einnig gengur skólabíll í Varmárskóla og strætó á 15 mín fresti um hverfið. Akstursfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur er um 15-20 mín. Innan hverfis er einnig leikskóli, upplýstur battavöllur og körfuboltavöllur.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.