RE/MAX og Bára Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali kynna: Löngumýri 26, 210 Garðabæ. SÉRINNGANGUR, SVALIR, GEYMSLA, BÍLASTÆÐI OG ÓSKRÁÐ MILLILOFT.Björt og virkilega falleg og mikið endurnýjuð tveggja herbergja íbúð með sérinngangi, góðum suð-vestur svölum og óskráðu millilofti sem hægt er að nýta sem auka herbergi. Af millilofti er einnig góð geymsla.
Sérgeymsla íbúðarinnar er í sameign hússins og sérmekt bílastæði beint fyrir utan.
Þessi eign er í rólegu hverfi í Garðabæ með fallegum gönguleiðum í allar áttir þar sem stutt er í skóla, leikskóla, verslununarkjarnann Garðatorg og alla helstu þjónustu.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 80,2 m² sem skiptist í 75,3 m² íbúð og 4,9 m² geymslu.
Einnig er óskráð milliloft sem hægt er að nýta sem herbergi. Góð geymsla er undir súð inn af milliloftinu.
Skráð byggingarár er 1987.
Í sameigninni er hjóla- og vagnageymsla.
Fáðu sent SÖLUYFIRLIT hér.Ert þú í söluhugleiðingum? Hafðu samband á
bara@remax.is eða í síma 773-7404 og fáðu FRÍTT verðmat á þína eign án skuldbindinga.
Nánari lýsing:Eignin skiptist í: Forstofu, eldhús og stofu/borðstofu, svalir, baðherbergi, svefnherbergi, milliloft og geymslu. Sérmerkt bílastæði fyrir utan.
Það sem hefur verið uppgert:Allar hurðar og ofnar (nema ofn í forstofu)
Flísar og parket á gólfi, stigi upp á milliloft.
Eldhús: eldhúsinnréttingar, borðplata, raftæki og blöndunartæki.
Baðherbergi: flísar, innréttingar, sturta og blöndunartæki. Lofttúða færð og löguð.
Fataskápur í svefnherbergi
Flot á svalir
Gluggar pússaðir og málaðir.
- Gengið er inn um sérinngang á annarri hæð.
- Forstofan er rúmgóð með flísum á gólfi.
- Eldhúsið er í sameiginlegu rými með stofu/borðstofu og nýuppgert með nýjum raftækjum og blöndunartækjum. Parket á gólfi, innrétting með góðu skápaplássi, höldum frá Hegas, innbyggðum ísskápi og uppþvottavél. Borðplata frá Fanntófel.
- Stofan er opin og björt með partketi á gólfi og stórum gluggum. Gengið er út á mjög rúmgóðar svalir sem snúa til suð- vesturs.
- Baðherbergið er nýuppgert, innréttingar og tæki og flísalagt í hólf og gólf. Upphengt salerni og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
- Svefnherbergið er mjög rúmgott með partketi á gólfi og stórum fataskápi.
- Sérgeymsla með glugga í sameign hússins á jarðhæð.
- Sérmerkt bílastæði fylgir eignini.
- Sameiginleg vagna- og hjólageymsla á jarðhæð.
Fordæmi eru fyrir dýrahaldi í húsinu.
Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:
Bára Jónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
RE/MAX senter
Skeifan 17 / 108 Reykjavík
E-mail: bara@remax.is
Sími: 773-7404
Heimasíðan mínHeimasíða RE/MAXUm skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
· Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar) af heildarfasteignamati.
· Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
· Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.