Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir neðri hæð í fjórbýli að Miðbraut 9 á Seltjarnarnesi. Eignin er á neðri hæð í suðurenda húss og er íbúðarrýmið ekki niðurgrafið. Íbúðin er björt, nýmáluð og laus til afhendingar við kaupsamning. Garður er gróinn og skartar m.a. fallegu Gullregni. Göngufæri er í sundlaug, íþróttasvæði og leik- og grunnskóla. Einnig er afar stutt út á Gróttu með allri sinni dýrð.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, svefnherbergi, baðherbergi og eldhús. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 69,8 m2. **HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI. KÍKTU Í HEIMSÓKN !*VINSAMLEGA SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í SKOÐUN 11. ÁGÚST Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing:Forstofa er inn af steyptum tröppum. Innan íbúðar er stór forstofa með nýju parketi (ekki flísar eins og myndir sýna). Inn af forstofu er gengið annars vegar inn í íbúð og hins vegar inn í lagnarými og geymslu. Þar er útgengi beint út í garð til suðurs. Í forstofu er rafmagnstafla íbúðar og rafmagnsmælir.
Stofa er björt með gluggum út í garð til vesturs. Parket á gólfi.
Herbergi er inn af stofu. Hvítur þrefaldur fataskápur og snúa gluggar út í garð til vesturs. Parket á gólfi.
Eldhús er með hvítri innréttingu á tveimur veggjum. Eldavél, helluborð og vifta yfir. Gott veggpláss og rými fyrir eldhúsborð og stóla. Gluggi snýr út í garð til suðurs. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með sturtuklefa, salerni og handlaug. Veggfestur speglaskápur og hvítur háglans skápur. Stæði og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi og opnanlegt fag. Á gólfi eru flísar.
Garður er fallegur og vel hirtur. Gras, trjágróður og hellulagðar og steyptar stéttar. Fallegt Gullregn er í horni á suðaustur hluta lóðar. Lóðin er eignarlóð og skiptist í tvo sérafnotafleti. Syðri hluti lóðar er sérafnotaflötur þessarar eignar og íbúðar beint fyrir ofan. Hægt er að ganga beint út í garð um geymslu/lagnarými íbúðar.
Þvottaaðstaða er inni á baðherbergi og þar eru tengi. Á teikningu er þvottahús skráð í lagnarými, en það rými er eign íbúðar og hefur verið nýtt sem
geymsla. Úr lagnarými/geymslu er hægt að ganga beint út í garð.
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-