Guðmundur Þór Júlíusson & Ástþór Reynir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í sölu:
Glæsileg sumarhús í Dagverðardal á Ísafirði.
Dagverðardalur 28 er 80,9 fm hús með 3 herbergjum, stofu, eldhúsi, baðherbergi og geymslu.
Um er að innflutt timbur hús í samvinnu við Byko á Íslandi.
Húsin eru smíðuð í Litháen og fullfrágengin á Íslandi.
Sölulinkur: Hér
Skilalýsing
Byggingin er timburhús, samsett úr forsmíðuðum einingum framleiddum af vottuðum aðila. Hún uppfyllir allar kröfur um CE-merki og gæðavottun samkvæmt íslenskum stöðlum. Undirstöðurnar samanstanda af steyptum bitum og stálsúlum.
Utanhússklæðning á veggjum og þaki er dökk læst járnklæðning. Gluggar eru úr timbri, dökkir að utan og hvíttaðir að innan. Byggingin verður með rafhitun, upphitun með vatnsbornum gólfhita. Timburpallar eru við húsið á tvo vegu.
Byggingin er tvískipt. Komið er inn í bjart, flísalagt anddyri sem tengist beint rúmgóðu alrými, stofu og eldhúsi og til vinstri er svefnálma.
Anddyri er flísalagt og þar er gott fatahengi og hirslur.
Alrými er bjart með stórum gluggum. Eldhús er með rúmgóðri ljósri spónlagðri innréttingu og vönduðum heimilistækjum: innbyggðum ísskáp, uppþvottavél, helluborði, ofni og örbylgjuofni.
Allar innihurðir eru úr ljósum viðarspón. Veggir eru málaðir í ljósum lit (slétt yfirborð), loft klædd með hvíttuðu timbri og gólf með ljósu parketi. Útgengt er úr stofu út á sólpall.
Svefnálma samanstendur af þremur svefnherbergjum. Tvö herbergjanna eru með innbyggðu fatahengi og rúmgóðum skúffum. Gólf eru parketlögð með ljósu parketi, veggir málaðir og loft timburklædd. Í hjónaherbergi er stór setgluggi.
Baðherbergi er flísalagt á gólfi og veggjum, með vask í innréttingu, speglaskáp, vönduðum hreinlætistækjum og þreplaustri sturtu með sturtugleri.
Geymsla er aðgengileg að utan, til hliðar við aðalinngang. Þar er gert ráð fyrir tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Innbyggð lýsing er í öllum loftum og veggljós við útidyr.
Sumarhús við Ísafjörð
Á fallegum stað við Ísafjörð eru 39 glæsileg sumarhús til sölu – fullkomin fyrir þá sem vilja friðsældina í návígi við stórbrotna náttúru. Þessi staðsetning býður upp á einstaka möguleika fyrir afslöppun, gæðastundir og orlof í fallegu og friðsælu umhverfi. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar eða til að tryggja þér þitt eigið sumarhús.
Dagverðardalur við Ísafjörð er fallegur og sögufrægur staður, umlukinn stórbrotinni náttúru. Dalurinn hefur lengi verið vinsæll áfangastaður fyrir göngufólk, skíðafólk og náttúruunnendur, með fjölbreyttum gönguleiðum og frábærum útsýnisstöðum. Þar má upplifa kyrrð og ró í hjarta vestfirskrar náttúru, auk þess sem dalurinn býður upp á fjölbreytta afþreyingu og tækifæri til útivistar. Hvort sem þú leitar að ævintýrum eða friðsæld, er Dagverðardalur staðurinn til að njóta náttúrunnar í allri sinni dýrð.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir:
Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma 858-7410 eða gj@remax.is
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma 899-6753 eða arg@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.