RE/MAX Ísland logo
Skráð 11. sept. 2025
Söluyfirlit

Kaldalind 8

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-201
328.6 m2
8 Herb.
6 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
247.900.000 kr.
Fermetraverð
754.413 kr./m2
Fasteignamat
214.550.000 kr.
Brunabótamat
193.650.000 kr.
RE/MAX
Mynd af Erling Proppé
Erling Proppé
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1999
Þvottahús
Garður
Sérinngangur
Fasteignanúmer
2228419
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
ekki vitað
Raflagnir
ekki vitað
Frárennslislagnir
ekki vitað
Gluggar / Gler
Skipt um gler víðsvegar 2025
Þak
ekki vitað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
-
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Erling Proppé lgf. & REMAX kynna: Einstaklega fallegt 328,6 fm einbýlishús með tvöföldum bílskúr innst í botnlanga með opin svæði í kring, ofan götu með frábæru útsýni að Köldulind 8, 201 Kópavogi.

** ATH. EKKI VERÐUR HALDIÐ OPIÐ HÚS, AÐEINS BÓKAÐAR SKOÐANIR **

- Bókið skoðun hjá Erling Proppé lgf. sími 690-1300 eða erling@remax.is - 

Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni, byggt árið 1999 og skráð skv. Þjóðskrá Íslands 328,6 fm, þar af er bílskúrinn 52,9 fm.
- Fasteignamat fyrir árið 2026 verður kr. 240.900.000,-.

Eignin skiptist í:
Forstofu/anddyri, stóra stofu, borðstofu, eldhús, 6 svefnherbergi, 3 baðherbergi, þvottahús og tvöfaldan bílskúr.
Lóðin er mjög gróinn með stóru hleðslugrjóti, stæði fyrir stórt trampolín og stórri verönd til suðurs með rafmagns heitum potti.
Stórt bílaplan með snjóbræðslu. 

Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Stórt anddyri: með góðum skápum, flísar á gólfi. 
Inn af anddyri: er rúmgóður gangur með tignarlegum stiga upp á 2. hæð.
Gestabaðherbergi: flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni og vaski.
Herbergi I: 21,7 fm, stórt herbergi með skápum, áður nýtt sem sjónvarpsherbergi/skrifstofa, parket á gólfum.
Herbergi II: 12,8 fm herbergi með góðum glugga. 
Herbergi III: 15,3 fm með góðum skáp.
Innangengt af gangi í tvöfaldan, mjög rúmgóðan 52,9 fm bílskúr. Rafmagnshurðaopnarar og epoxy á gólfi.

Efri hæð:
Rúmgóð og björt stofa með fallegum arinn. Útgengt út á sólríka timburverönd úr stofu með heitum potti. 
Stórt sjónvarpsrými/borðstofa: milli stofu og eldhúss, er í dag notað sem sjónvarpsrými en teiknað sem borðstofa.
Eldhús: er einkar fallegt, innrétting með dökkri viðaráferð, mikið skápapláss, tækjaskápur, bakaraofn í vinnuhæð og combiofn, spanhelluborð með innbyggðum háfi, ljós quartz steinn á borðum.
Þvottahús: er innaf eldhúsi flísar á gólfi og innrétting með góðu skápaplássi.
Hjónaherbergi: rúmgott 18,3 fm með góðum skápum, en-suite baðherbergi og útgengi út á verönd.
   -Baðherbergi: inn af hjónaherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Baðkar, sturtuklefi, upphengt klósett og innrétting.
Herbergi IIII: 11,6 fm með fataskápum.
Herbergi IIIII: 11,8 fm með fataskápum.
Baðherbergi: walk-in sturta, upphengt salerni og innrétting.

Samstætt gegnheilt og niðurlímt fallegt stafaparket er á öllu húsinu fyrir utan baðherbergi, eldhús, þvottahús, anddyri og bílskúr. Einnig má nefna að gluggar eru úr harðviði og nýlega er búið er að skipta um gler víða ásamt því að húsið var málað. 
Dyrasími með myndavél og öryggiskerfi í eigu hússins.

Niðurlag: 
Glæsilegt og afskaplega vandað einbýlishús með glæsilegu útsýni til norðurs, innst í botnlanga með opin svæði í kring. Stutt í skóla, leikskóla, verslanir og alla aðra þjónustu.

Allar nánari upplýsingar:
Erling Proppé lgf. sími 690-1300 eða erling@remax.is


Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. REMAX bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.


 
Byggt 1999
52.9 m2
Fasteignanúmer
2228419
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Brunabótamat
24.700.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
RE/MAX Ísland logo
Við vinnum fyrir þig
Hafðu samband
skrifstofa@remax.isS: 4777777
Skeifunni 17
kt. 480506-0810
Hlekkir
Samfélagsmiðlar
© Copyright 2025 - RE/MAX Ísland
Knúið af
Fasteignaleitin