Guðbjörg Helga og Gylfi Jens löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX kynna: Hólavegur 31, 550 Sauðárkrókur.Fjárfestingartækifæri. Húsið er í útleigu með ársleigusamning sem lýkur sumar 2026, sem hægt er að yfirtaka. Mikið endurnýjað og vel skipulagt einbýlishús á einni hæð með 3-4 svefnherbergjum, innangengum bílskúr og grónum garði umhverfis húsið. Einkabílastæði á lóð til hliðar við rúmgóða innkeyrslu. Heildarstærð er 142,5 fm og skiptist í Íbúðarhluta sem er 108,8 fm og bílskúr 33,7 fm. Samþykkt teikning af breytingum á suðurhlið sem hefur verið framkvæmd og ósmíðaðri viðarverönd fylgir.
Fasteignamat 2026 verður skv HMS kr. 70.250.000 kr. Núverandi skipulag eignar:Forstofa, hol/borðstofa, stofa, eldhús, gangur, herbergi, herbergi, herbergi með innangengu herbergi/fataherbergi, þvottahús, bílskúr.
**SJÁÐU HÚSIÐ Í ÞRÍVÍDD MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR ** Nánari lýsing;Forstofa: Viðarútidyrahurð með glugga svo hún er björt. Fatahengi og hilla ofan á því. Forstofuhurð með gleri. Nýjar gráar flísar á gólfi.
Hol/borðstofa: Holið tengir saman flest rými eignarinnar. Rýmið er nýtt sem borðstofa í dag. Plastparket á gólfi.
Gangur:Tengir saman hol, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Plastparket á gólfi.
Stofa: Björt með stórum suðurgluggum og hurð út í garð. Plastparket á gólfi.
Eldhús: Uppgerð sprautulökkuð hvít innrétting og hvítar vegghillur, ljósgrá-yrjótt borðplata. Siemens bakaraofn í vinnuhæð, AEG keramikhelluborð, nýr hvítur veggháfur. Tengi fyrir þvottavél og ísskáp. Klæðning í eldhúsi og lofti er nýlega endurnýjað.
Baðherbergi: Endurnýjað baðherbergi með gráum flísum á gólfi og voru 2 veggir klæddir með Duma plötum með flísaútliti frá Byko. Aðrir veggir hvítlakkaðir. Sturta er lokanleg og flísar á gólfi. Hvít innrétting með skúffum undir handlaug og vegghengdur hár skápur. Veggskápur með speglahurðum. Opnanlegur gluggi.
Herbergi I með fataherbergi / herbergi innaf: Stærsta herbergið í húsinu og mjög rúmgott. Það er nýtt sem hjónaherbergi og innaf því er fataherbergi sem er í dag nýtt sem barnaherbergi með tveimur nettum barnarúmum. Rennihurð er á milli rýmanna. Plastparket á gólfi.
Herbergi II: Bjart og rúmgott herbergi með stórum hvítum pax skáp frá Ikea. Plastparket á gólfi.
Herbergi III: Herbergið í er ílangt og mjótt og er nýtt sem vinnuherbergi í dag. Plastparket á gólfi.
Þvottahús: Er innangengt frá eldhúsi. Rýmið er nýyfirfarið, halli lagaður á gólfi og nýtt niðurfall. Veggskápar. Innangengt í bílskúr frá þvottahúsi.
Bílskúr: Innangengt er úr þvottahúsi. Viðarhillur meðfram veggjum, Innst er aflokuð geymsla og útgengt er í bakgarð sem er afgirtur en með hliði út í garð sunnanmegin. Girðingin er annars vegar vírnet og hinsvegar úr timbri með hliði á. Nett viðarverönd.
Lóðin: Stór og rúmgóð 463 fm lóð með grónum sólríkum garði. Verönd er framan við hús með steinhellum, innst í garði sunnanmegin er eldri viðarverönd (til uppfærð teikning) sem og aftan við er nett viðarverönd og gras. Þar er þvottasnúra. Teikning af nýrri stórri viðarverönd í suðurhluta garðs fylgir. (sjá í myndir). Gras, runnar og tré. Þvottasnúra. Afturhluti garðsins er lokaður með girðingum og gæti því hentað hundum vel.
Framkvæmdasaga í tíð núverandi eigenda;
2025: Nýr gluggi í bílskúr (og þar með er búið að endurnýja alla glugga í húsinu)
2025: Nýr bakaraofn í eldhús.
2025: Brún viðarklæðning efst á framvegg hússins málaður 2025: Þvottahúsgólf endursteypt og halli lagaður og lakkað, niðurfall á gólfi endurnýjað og veggir málaðir.
2024: Búið er að pússa upp hluta af hurðum inni í íbúð (gert eftir að myndataka fór fram).
2024: Húsveggir að utan málaðir. (klárað eftir að myndataka fór fram)
2024: Baðherbergi endurnýjað og neysluvatnslagnir innan rýmisins.
2024: Ofnar í forstofu. Herbergi 3 og þvottahúsi endurnýjaðir.
2024: Gólfflísar á forstofu endurnýjaðar
2024: Eldhúsinnrétting filmuð hvít 2024 (innrétting er síðan 2008), klæðning á vegg og lofti ásamt loftlistum endurnýjuð. Nýr hvítur veggháfur
2024: Nýr fataskápur í herbergi II.
2024: Loftaklæðning (KOFRA) í herbergi III endurnýjað.
2023: Útihurð aftan við hús út í bakgarð endurnýjuð.
2019-2023: Hús múrviðgert að utan- ein hlið á ári.
2023-2024: Jarðvegur grafinn frá húsi 3 hliðar (framan við- aftan við og sunnanmegin (garður). Sett tjara og takkadúkur á hús.
2023: Þakrennur endurnýjaðar.
2020-2022: Allir gluggar endurnýjaðir og hurð út í garð (ál að utan og viður að innan) utan bílskúrsglugga við bakgarð.
Framkvæmdasaga (upplýsingar skv. söluyfirliti er núverandi eigendur keyptu eignina)
2017: Þakklæðning (bárujárn) endurnýjað
Hér um að ræða mikið vel staðsett og mjög mikið endurnýjað einbýlishús á einni hæð með -4 svefnherbergjum og innangengum bílskúr að ræða, nærri allri þjónustu og verslunum í bænum. Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar:Gylfi Jens löggiltur fasteignasali og lögmaður s. 8225124 og gylfi@remax.isGuðbjörg Helga löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur s. 897 7712 og gudbjorg@remax.is