Virkilega falleg og björt 156,6fm fjögurra herbergja útsýnisíbúð með sér inngangi á 2. hæð ásamt 28,3fm innfelldum bílskúr, samtals 184,9fm að Andarhvarfi 7b, 203 Kópavogi. Tvennar rúmgóðar svalir, til suð-austurs og suð-vesturs. Aukin lofthæð. Hurðir eru 2,20. Einstakt útsýni. Fasteignamat 2026 verður 115.150.000. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús, geymslu og bílskúr.
Nánari lýsing:
Forstofa: Rúmgóð með góðum innfelldum skáp, nýjum sérsmíðuðum bekk og skáp. Nýjar flísar á gólfi.
Gestasnyrting: Inn af forstofu, flísalögð í hólf og gólf, walkin sturta, nýleg viðarinnrétting, nýlegur handklæðaofn, upphengt wc, gluggi.
Stofa/borðstofa: Úr forstofu er komið inn í stóra og bjarta stofu/borðstofu, útgengt út á svalir með glæsilegu útsýni yfir Elliðavatn og næsta nágrenni
Eldhús: Innrétting með góðu skápaplássi, ofn í vinnuhæð ásamt combiofni, stór spanhella og innbyggð uppþvottavél.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og stórir fataskápar.
Svefnherbergi 2: Parket á gólfi og fataskápur.
Svefnherbergi 3: Parket á gólfi og fataskápur, mjög stórt herbergi, möguleiki að gera 4.svefnherbergið.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, viðarinnrétting, stór speglaskápur, handklæðaofn og baðkar.
Þvottahús: Flísar á gólfi, rúmgóð innrétting fyrir ofan þvottavél og þurrkara.
Bílskúr: Snyrtilegur með epoxy á gólfi, hurðaopnari, vaskur, rúmgóð geymsla í enda bílskúrsins.
Baðherbergin eru bæði nýlega uppgerð með vönduðum tækjum frá Ísleifi og flísum frá Birgisson. Nýr steinn er á eldhúsinu, ofnar og helluborð frá AEG voru sett ný inn fyrir þremur árum. Allar innréttingar eru afar vandaðar og sérsmíðaðar frá Fagus trésmiðju og KJK trésmiðju. Fallegt eikarparket á gólfum nema í forstofu og votrýmum. Mjög gott skápapláss. Þvottahús innan íbúðar. Á baðherbergjum og í forstofu er gólfhiti.
Eign í sérflokki á þessum fallega stað með útsýni yfir Bláfjöll, Elliðavatn og nágrenni. Stutt er í upplýstar gönguleiðir og alla helstu þjónustu. Falleg eign á vinsælum stað sem hefur fengið gott viðhald og umönnun.
Allar upplýsingar um eignina veitir Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali í síma 662 6163 eða bjarni@remax.is.
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0.5% - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 59.900.