Pétur Ásgeirsson löggiltur fasteignasali hjá RE/MAX fasteignasölu kynnir : Einkar fallega og bjarta 90,5 fm þriggja herbergja íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi á eftirsóttum stað við Skógarás 17 í Reykjavík. Íbúðinni fylgir 8,4 fm geymsla og 26,3 fm bílskúr og er eignin því samtals 116,8 fm að stærð. Gullfallegt útsýni er í austurátt úr herbergjunum yfir Rauðvatn og Heiðmörkina. Húsið hefur fengið gott viðhald.
Eignin skiptist í forstofu, gang/hol, stofu, eldhús, baðherbergi, geymsla/búr innan íbúðar, þvottahús og tvö svefnherbergi.
Hér getur þú gengið í gegnum eignina í 3D: Ýtið hér// Stórt alrými.
// Góð Staðsetning.
// Bílskúr
// Stórar svalir
// Stutt í alla þjónustu.
Umfangsmiklu viðhaldi á húsinu utandyra lauk 2021, múrviðgerð, málun og nýtt þakjárn og þakkantur.
Falleg aðkoma er að húsinu. Stigagangur upp í íbúðina og sameign er mjög snyrtileg. Ný hljóðeinangrandi eldvarnarhurð er á íbúðinni.
Allar hurðar íbúðarinnar eru nýjar og gluggar sunnan og austan megin húss eru nýlega endurnýjaðir. Ný útidyrahurð og ný hurð inn í sameignina.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi og með fataskáp.
Stofa/borðstofa: Parket á gólfi og er mjög rúmóð. Útgengi ú á mjög stórar svalir sem snúa í suðvestur.
Eldhús: Parket á gólfi, mjög snyrtilegri eikarinnréttingu frá Ikea sem er með miklu skápaplássi, flísalagt er á milli skápa.
Þvottahús/ búr: Er inn af eldhúsi og mjög snyrtilegt og með skápum.
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf með baðkari, sturtuklefa og góðri eikarinnréttinu.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og stórum fataskáp.
Barnaherbergi: Parket á gólfi, mjög rúmgott
Geymsla: Er mjög stór og er með hillum.
Bílskúrinn: Er mjög rúmgóður og fínn, Hann er fullbúinn með mikilli lofthæð og góðu vinnu- og geymsluplássi.
Gullfallegt útsýni er í austurátt úr herbergjunum yfir Rauðvatn og Heiðmörkina.
Í sameigninni er stór og góð geymsla og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Sameignin er að öðru leyti til fyrirmyndar. Hreinsunardagur er haldinn árlega. Öll umhirða sameignar og lóðar er aðkeypt
Þetta er virkilega fín eign á góðum og barnvænum stað í Árbænum. Íbúðin hentar ungum og reyndar einnig þeim sem eldri eru sem eru að minnka við sig og vilja hafa bílskúr. Örstutt er í leikskóla, skóla og alla aðra þjónustu. Falleg útivistarsvæði steinsnar frá.
Nánari upplýsingar gefur Pétur Ásgeirsson löggiltur fasteignasali í síma 893-6513 / petur@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.