RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega falleg og töluvert endurnýjuð tveggja herbergja 61,1 fm. íbúð á 1. hæð á eftirsóttum stað við Framnesveg 34, Reykjavík. Íbúðin sjálf er 56,8 fm. og skiptist í forstofuhol, opið eldhús til borðstofu og stofu, eitt svefnherbergi og baðherbergi. Í sameign er sérgeymsla um 4,3 fm. að stærð og sameiginlegt þvottahús. Falleg aðkoma er að húsinu og sameiginlegt útisvæði með timburverönd fyrir framan hús. Innan íbúðar hefur m.a. eldhús og baðherbergi verið endurnýjað ásamt gólfefnum og skipt um alla glugga/gler. Á vegum húsfélags hefur húsið verið drenað, þak og þakrennur endurnýjaðar, frárennslislagnir, nýtt dyrasímakerfi ofl.
Falleg og vel skipulögð eign á eftirsóttum stað í gamla Vesturbænum. Stutt er í alla helstu þjónustu og verslanir, jafnframt eru fallegar göngu- og hjólaleiðir við sjávarsíðuna. Þetta er eign sem vert er að skoða.Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.is
KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉRNánari lýsing:
Forstofuhol er með fataskáp og fallegar svartar flísar eru á gólfum.
Eldhús er nýlega endurnýjað á stílhreinan og smekklegan hátt. Fallegar hvítar innréttingar með góðu skápaplássi og flísað er milli skápa. Bökunarofn, helluborð og vifta er í innréttingu ásamt innfelldum ísskáp og frysti.
Stofa er samliggjandi, í björtu rými með stórum gluggum. Parket er á gólfum.
Svefnherbergi er með fatahengi og parketi á gólfum. Stór og bjartur gluggi.
Baðherbergi er nýlega endurnýjað, með fallegri hvítri vaskinnréttingu og sturtubaðkari, upphengt salerni og handklæðaofn. Einnig skápar með góðu skápaplássi. Flísar eru á gólfum og vegg að hluta. Stór opnanlegur gluggi.
Sérgeymsla er staðsett í sameign um 4,3 fm. að stærð ásamt
sameiginlegu þvottahúsi.
Garður er sameiginlegur ásamt því að falleg og skjólgóð
viðarverönd er fyrir framan hús. Til stendur að vera múrviðgerðir á tröppum og búið er að greiða fyrir þá framkvæmd.
Bílastæði eru sameiginleg í götu.
Framkvæmdir og viðhald síðustu ára skv. seljanda:2013 Frárennslislagnir sameignar fóðraðar að hluta.
2016 Þakjárn endurnýjað. Timbur þaks endurnýjað eftir þörfum, nýir kvistar og þakgluggar. Þakrennur endurnýjaðar.
2017 Þvottahús og kjallaragangur málaður.
2018 Útihurð að framan gerð upp, bakhurð lagfærð og máluð að utan. 2018 Skipt um rofa og tengla í sameign, ný ljós í stigagang og forstofu. 2018 Nýtt dyrasímakerfi. 2018 Gluggi í sameign lagaður.
2020 Drenlagnir endurnýjaðar á suðurhlið.
2022 Viðgerðir á heitavatnskerfi í sameign. Parket slípað, lakkað og hvíttað í íbúð. Fatahengi flotað og slípað.
2024 Endurbætur unnar á gluggum hússins, þar á meðal skipt um alla glugga í íbúðinni.
2025 Múrviðgerðir á sprungum utan á húsi ásamt því að skipt var um pípur frá þakrennum.
Til stendur að fara í múrviðgerðir á tröppum að framan en búið er að greiða fyrir þær. Gott og vel rekið húsfélag er í húsinu.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.