Auglýst opið hús fellur niður - Húsið er selt með fyrirvara
Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:
Vel skipulagt og vel staðsett 188,7 fm. einbýlishús á einni hæð við Dverghamra 4, 112 Reykjavík, þar af er tvöfaldur bílskúr 39,5 fm. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Tvær stofur og eldhús og búið er að útbúa sér þvottahús inn i bílskúr.
Góð aðkoma er að húsinu, hiti er í bæði stétt og í bílaplani fyrir framan bílskúrinn. Lóðin var öll endurhönnuð á árunum
2015-2107 á mjög smekklegan og fallegan hátt. Vel heppnuð fremur viðhaldslítil lóð.
Smelltu á linkinn til að skoða íbúðina í 3D
Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.isAnddyri er með flísum á gólfi og fataskápum. Þar inn af er svefnherbergi er með parket á gólfi og fataskáp.Frá anddyri er gengið inn í opið hol með hátt til lofts. Þar er sjónvarpastofa með parket á gólfi og aðgengi í önnur rými. Stofan og borðstofan er í mjög björtu og rúmgóðu alrými með parket á gólfi og útgengi út verönd. Eldhúsið var allt endurnýjað árið 2012. Þar er sérsmíðuð innrétting hvítt/hnota með granít í borðplötum, undirlímdur vaskur og span helluborð frá AEG. Korkparket á gólfi. Gott skápa-og vinnupláss. Bökunarofn er í vinnuhæð, uppþvottavél er innbyggð og gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu. Góður borðkrókur er í eldhúsi ásamt útgengi út á verönd með skjólveggjum. Á svefnherbergisgangi eru svo þrjú önnur svefnherbergi, hjónaherbergið er mjög rúmgott með fataskápum og parket á gólfi. Hin herbergin tvö eru bæði með parket á gólfi og rúmgóð, annað þeirra er þó stærra en hitt og með fataskáp. Baðherbergið er með flílsum á gólfi og á veggjum. Salerni, handklæðaofn, baðkar og sér sturtuklefi ásamt innréttingu með handlaug og gott skápapláss. Opnalegur gluggi er á baðherberginu. Við hol er svo annað baðherbergi með flísum á gólfi, salerni og innréttingu með handlaug og skápum þar fyrir neðan og spegil þar fyrir ofan. Lagnir eru til staðar til standsetja þar sturtu. Núverandi eignendur opnuðu á milli íbúðarrýmis og bílskúrsins. þar var smíðað sér þvottahús og lagðar nýjar lagnir fyrir þvottvél og vask.
Bílskúrinn er mjög rúmgóður og pláss mikil þrátt fyrir að sér þvottahúsi hafi verið komið þar fyrir sem og gott geymsluloft liggur þar yfir hluta þess.
Til upplýsingar, þá hafa núverandi eigendur búið í húsinu frá 2012, þær helstu framkvæmdir sem þau hafa farið í, eru eftirfarandi: Árið 2012, var eldhúsið tekið í gegn og stækkað. Opnað var inn í bílskúrinn úr íbúðarrýminu, þar smíðað þvottahús og lagðar nýjar lagnir fyrir þvottvél og vask. Innangengt er frá þvottahúsi inn í bílskúr. Á árunum 2015-2017 var lóðin öll endurhönnuð, verönd og skjólveggir smíðað af fagmönnum. Verönd og skjólveggir eru bæði sunnan og norðan megin og tengjast að austanverðu. Lágir skjólveggir að sunnanverðu og háir að norðanverðu (sést ekki inn frá götu eða göngustíg). Vönduð smíði sem reglulega hefur verið borið á. Lóðin var tekin í gegn norður, vestur og hluti austur lóðar rutt í burtu og komið þar í stað, grús, dúkar og og möl. Nýjar trjáplöntur að hluta. Við norðurenda lóðar settur upp veggur úr timbri og nýr runni. Árið 2019 var þak hreinsað, grunnað og málað af fagmönnum. Árið 2021 var húsið málað af eigendum.
Nánari upplýsingar: Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali í síma
661-6056, gulli@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.