Hilmar Arnarson og Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali ásamt RE/MAX kynna bjarta og vel skipulagða fjögurra herbergja 131.4 fm íbúð á annari hæð með suðursvölum, að Mávahlíð 35, 105 Reykjavík. Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands 131,4 fm þar af bílskúr 27 fm en henni fylgir einnig sér bílastæði fyrir framan bílskúr.
Virkilega sjarmerandi eign sem vert er að skoða, með möguleika á að útbúa auka íbúð í bílskúr fyrir fjölskyldumeðlimi eða til útleigu.
Afar vinsæl staðsetning í Hlíðunum í Reykjavík með skóla á öllum stigum í göngufæri, fjölbreyttri nærþjónustu, miðbæinn í göngufæri ásamt útivistaperlum eins og Öskjuhlíðinni, Klambratún & Nauthólsvík.
Allar nánari upplýsingar veitir Hilmar Arnarson, Hilmar@remax.is eða í síma 823-3673Smelltu hér til að skoða eignina í 3D. Nánari lýsing eignar:Forstofa/hol: Komið er inn í bjarta forstofu/hol sem tengir allar vistverur íbúðarinnar, innbyggður fataskápur á hægri hönd og parket á gólfi.
Svefnherbergi I: Á vinstri hönd er rúmgott og bjart barnaherbergi, parket á gólfi.
Baðherbergi: Endurnýjað 2022. Flísalagt í hólf og gólf. Innbyggð led ljós í lofti. Upphengt salerni og góð innrétting. Innbyggð blöndunartæki og sturtuhaus ásamt handklæðaofni. Opnanlegur gluggi er inni á baði. Hiti er í gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott 14.5 fm hjónaherbergi með rennihurða fataskápum, parket er á gólfi.
Eldhús: Endurnýjað að hluta 2021 en þá var innrétting máluð og settur nýr vaskur ásamt blöndunartækjum, helluborði og bakaraofn. Eldhús opnast svo inn í stofu með franskri vængjahurð sem opnast í báðar áttir. Parket er á gólfi.
Stofa og borðstofa Bjart og fallegt rými með stórum glugga út í garð, parket á gólfi, útgengt um svalahurð út á skjólgóðar svalir sem snúa í suður.
Barnaherbergi II: Bjart barnaherbergi innaf eldhúsi með horn glugga, flísar á gólfi, ásamt gólfhita.
Geymsla fylgir íbúðinni í kjallara, með glugga. Í sameign er jafnframt snyrtilegt þvottahús þar sem hver íbúð er með pláss fyrir sínar vélar.
Endurbætur síðustu ára:
* Frárennslislagnir endurnýjaðar að hluta, fallstammi fóðraður
* Þakjárn á bílskúrum endurnýjað 2017
* Skipt um teppi á sameign 2018
* Parket var pússað og lakkað 2019
* Eldhúsinnrétting máluð og settur nýr vaskur ásamt blöndunartækjum, helluborði og bakaraofn. 2021
* Baðherbergi var endurnýjað 2022
* Endurnýjuð rafmagnstafla í bílskúr, hleðslustöð við bílskúrinn sem tilheyrir íbúðinni. 2023
* Allar gluggakistur og hurðar innan íbúðar hafa verið pússaðir og málaðar á síðastliðnum árum. 2023
* Nýleg rafmagnstafla er í kjallaranum fyrir húsið og stigagangur málaður sumarið 2024.*
Útitröppur og þakskyggni yfir útitröppum nýmúrviðgert 2025Allar upplýsingar veitir Hilmar Arnarson aðstoðarmaður fasteignasala, Hilmar@remax.is sími 823-3673 og Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali sveinn@remax.is sími 859-5559.
Remax fasteignasala sími 477-7777. www.remax.is1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.