Sveinn Gíslason og RE/MAX kynna fallega og vel skipulagða 135,7 fm íbúð á tveimur hæðum í Seljahverfi. Eignin er snyrtileg og vel við haldin, með góðu skipulagi sem nýtist vel stærri fjölskyldu í rólegu og fjölskylduvænu umhverfi. Mjög stutt er í skóla og leiksskóla og alla helstu þjónustu.Allar upplýsingar veitir Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali sveinn@remax.is sími 859-5559.Neðri hæðAðalhæð íbúðarinnar með eldhúsi, stofu og borðstofu, hjónaherberg, barnaherbergi, skrifstofu og baðherbergi.
Björt og opin stofa og borðstofa með parketi á gólfi. Útgengi er frá stofu út á svalir, sem eykur notagildi rýmisins og hleypir inn góðri birtu.
Eldhúsið er með hvítri eldhúsinnréttingu með dökkum bekkjum. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp og innbyggðri uppþvottavél. Span helluborð, háfur og ofn í vinnuhæð. Flísar á gólfi.
Hjónaherbergið er rúmgott með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Eitt barnaherbergi er á neðri hæðinni með parket á gólfi. Gengið er í gegnum skrifstofuna til að komast í barnaherbergið.
Sér skrifstofuherbergi á neðri hæðinni með parket á gólfi, tilvalið fyrir heimaskrifstofu eða sem aukaherbergi.
Flísalagt baðherbergi með ljósum flísum á gólfi og veggjum. Baðkar með sturtu, upphengt salerni og hvít innrétting.
Efri hæðEfri hæð íbúðarinnar er með þremur svefnherbergjum og þvottahúsi með sturtuklefa.
Öll svefnherbergin eru rúmgóð með þakglugga og geymsluplássi undir súð.
Rúmgott þvottahús með flísum á gólfi og sturtuklefa, innrétingu með vask auk góðs vinnupláss og geymsluaðstöðu.
Íbúðin deilir stigagang með einni annari íbúð og skipta þær með sér stigaganginum fyrir geymslu og "forstofu".
Um er að ræða afar fjölskylduvæna stóra íbúð með 5-6 herbergjum. Aðeins 100m eru í Seljaskóla og 200m í leikskólann Jöklaborg. Eignin er því afar vel staðsett fyrir stóra fjölskyldu. Einnig er mjög stutt í Krónuna og aðra daglega þjónustu.
Kostnaður kaupanda:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.