Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýli að Kaldakinn 10 í Hafnarfirði. Sér inngangur er inn í íbúð og henni fylgir bílgeymsla sem búið er að útbúa íbúð í til útleigu. Garður er stór og gróinn. Útgengi er út úr stofu út á pall og garð til suðurs. Beggja megin við hús eru sér bílastæði eignar. Göngufæri er í leik- og grunnskóla. Einnig í Flensborgarskóla og niður í miðbæ Hafnarfjarðar.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 105,4 m2. **HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI. KÍKTU Í HEIMSÓKN !*VINSAMLEGA SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í SKOÐUN FIMMTUD. 21. ÁGÚST Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing:Forstofa er inn af steyptum tröppum. Sér inngangur. Snjóbræðslulagnir eru í stigapalli og tröppum og hægt að tengja inn í grind. Forstofa er með tvöföldum skáp. Gólf er flísalagt. Inn af forstofu er gengið niður í kjallara.
Baðherbergi er inn af forstofu og er með skápaeiningu undir handlaug, salerni og baðkari með sturtuhengi. Veggfestur speglaskápur. Opnanlegt fag á glugga. Gráar gólfflísar.
Eldhús er með hvítri innréttingu á tveimur veggjum. Milli efri og neðri skápa eru hvítar veggflísar. Gluggi snýr út að götu til norðausturs. Gott gólfpláss fyrir eldhúsborð og stóla. Inn af eldhúsi er annað svefnherbergið. Parket á gólfi.
Stofa er björt með glugga á A-gafli húss. Einnig eru gluggar og útgengi út í garð til suðurs. Parket á gólfi.
Herbergi I er inn af eldhúsholi og er það herbergi stærra en hitt. Engir fataskápar. Parket á gólfi.
Herbergi II er inn af holi íbúðar og með glugga út í garð til suðurs. Engir fataskápar. Getur þetta herbergi einnig nýst sem vinnuherbergi. Parket á gólfi.
Þvottahús er í kjallara. Stæði og tengi. Lofthæð er ca 180 cm. Steypt gólf og niðurfall. Útgengi er að kjallaratröppum.
Geymsla er í sameign í kjallara.
Bílgeymsla er innréttaður í dag sem 2ja herb. íbúð. Gluggar eru út í garð til suðausturs. Hurð er út í garð. Einnig er hurð inn af innkeyrslu við götu. Birt stærð er 38,2 m2.
Útidyratröppur niður í kjallara hafa verið múrviðgerðar og þar eru einnig snjóbræðslulagnir og hægt að tengja inn í grind.
Eigandi hefur ekki búið í eigninni og er því kaupandi hvattur til að skoða eignina vel.
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-