RE/MAX & Júlían J. K. löggiltur fasteignasali (S. 823-2641, julian@remax.is) kynnir í einkasölu 49,6 fm sumarhús við Hléskóga 2 í landi Svarfhóls í Svínadal í Hvalfjarðarsveit. Auk sumarhússins fylgir 15 fm gestahús, byggt 2016 (ekki inni í fasteignamatinu). Þá er einnig geymsluhús á lóðinni og leikhús fyrir börn með rólum, rennibraut og fótboltavelli. Húsin eru á 4.871 fm leigulandi. Húsið er staðsett einungis 35 mínútur frá Reykjavík.*** ATH. Hringið í síma 823-2641 til að opna símahlið, við Vatnaskógsafleggjara ***
SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDISMikill og góður trépallur er við húsin sem nýtist vel. Góð aðkoma er að svæðinu með stóru og rúmgóðu bílastæði. Fallegt útsýni er til fjalla og landið er kjarri vaxið að stórum hluta. Samkomulag getur verið um að innbú fylgi með. Fjarlægð frá Kringlunni í Reykjavík er um 65 km.Sumarhúsið skiptist í forstofu / stofu og eldhús, tvö rúmgóð svefnherbergi (voru áður þrjú herbergi en tvö lítil voru gerð að einu stærra), geymslu og baðherbergi með wc og sturtu. Útgengi er úr sumarhúsinu á tveimur stöðum út á pallinn.
Í gestahúsinu er gott svefnherbergi og rúmgott forstofuherbergi. Gestahúsið er frá 2016, keypt hjá Völundarhúsum og sett á undirstöður, sem gerðar voru af Þórði Guðnasyni á Akranesi og hefur það reynst vel.
Sumarhúsið er að mestu leyti upprunalegt. Skipt hefur verið um nokkrar rúður, raflagnir voru yfirfarnar þegar skipt var um ofna fyrir fjórum árum. Frárennsli og vatnslagnir er upprunalegt, en nýleg blöndunartæki á baðvaski og eldhúsvaski. Vatnsinntak er um tveggja ára, í samræmi við kröfur sem gerðar eru á svæðinu. Skipt var um útidyrahurð fyrir um 8 árum. Húsin eru kynt með olíufylltum rafmagnsofnum sem voru settir strax í gestahúsið þegar það var byggt og í eldra húsið fyrir þremur árum. Hitaveita er á svæðinu en hún hefur ekki verið tekin inn í þessu húsi. Rafmagnið er hjá N1 og Rarik er með dreifingu.
Sumarhúsasvæðið er aðgangsstýrt með rafmagnshliði sem auðvelt er að opna með gsm eða fjarstýringu. Stutt er í margvíslega afþreyingu s.s. sund, veiði, golf o.fl. og margar fallegar gönguleiðir eru í nágrenninu.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. RE/MAX bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af löggiltum fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.