Um RE/MAX á Íslandi
RE/MAX er ein stærsta og þekktasta fasteignasölukeðja heims, með yfir 80.000 sölufulltrúa í 110 löndum. Á Íslandi starfa sjálfstæðir, löggiltir sölufulltrúar undir merkjum RE/MAX og bjóða viðskiptavinum faglega og persónulega þjónustu við kaup og sölu fasteigna.
Við byggjum á öflugu alþjóðlegu neti og notum nútímaleg verkfæri og kerfi sem hjálpa okkur að hámarka sýnileika eigna, ná betri samningum og veita ráðgjöf sem skilar árangri. Með tengingu við RE/MAX á heimsvísu getum við einnig aðstoðað þá sem vilja selja eða kaupa fasteignir erlendis.
Við leggjum ríka áherslu á fagmennsku, traust og árangur – og trúum því að góð þjónusta skapi góð viðskipti.