RE/MAX Ísland logo
Skráð 24. feb. 2025
Deila eign
Deila

Kirkjubraut 9

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Seltjarnarnes-170
74.4 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
67.900.000 kr.
Fermetraverð
912.634 kr./m2
Fasteignamat
60.950.000 kr.
Brunabótamat
41.450.000 kr.
Mynd af Salvör Þóra Davíðsdóttir
Salvör Þóra Davíðsdóttir
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
Byggt 1952
Garður
Gæludýr leyfð
Sérinngangur
Fasteignanúmer
2068206
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Ekki vitað
Frárennslislagnir
Endurnýjaðar 2022
Gluggar / Gler
Endurnýjaðir í íbúð 2015/2021
Þak
Þakjárn frá 2013
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Nei
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Sjá yfirlýsingu húsfélags: Samtal í húsinu að mála þakið og talað um að nota peninga í sjóð upp í verkið.
Gallar
Ekki forhitari á vatni. Ryð við handklæðaofn. Samþykkt er í húsinu að risíbúð fær sérafnot af 9 fm af sameiginlegri lóð rishæðar og jarðhæðar fyrir sambærilegt því sem er garðskýli jarðhæðar.
RE/MAX & HERA BJÖRK & SALVÖR ÞÓRA Lgf. kynna:
Töluvert endurnýjuð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi í 3ja íbúða húsi og með sérmerktu bílastæði og sér garðhúsi að Kirkjubraut 9, Seltjarnarnesi. Eignin er vel staðsett á Valhúsahæðinni sem er fallegt útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Stutt er í skóla, leikskóla, verslunarkjarnann Eiðistorgi, heilsugæslu, tónlistarskóla, World Class, sund og íþróttasvæði Gróttu. Fallegar gönguleiðir meðfram sjónum út á Gróttu og í Nesklúbbinn eru svo handan við hornið. 

Framkvæmdir síðast liðinna ára:

* Skipt um þakjárn af fyrri eigendum ca. 2013
* Skipt um glugga og gler í íbúðinni af fyrri eigendum ca. 2015.
* Múrviðgerðir á suðurhlið hússins 2018.
* Allir gluggar íbúðarinnar (fyrir utan baðherbergisglugga) múraðir upp á nýtt 2020.
* Nýr baðherbergisgluggi 2021
* Nýjar skólplagnir 2022
* Nýr þrýstijafnari, lokur og mælar á heitavatnsinntaki fyrir íbúðina 2024
* Farið yfir alla ofna og þeir lagaðir 2024-2025


Allar nánari upplýsingar veita:
     Hera Björk, lgf í s. 774-1477 eða herabjork@remax.is  
     Salvör Þóra, lgf, í s. 844-1421 eða salvor@remax.is


** SMELLIÐ HÉR til að fá nánari uppl. eða til að bóka sýningu ** 
** SMELLIÐ HÉR til að fá söluyfirlitið sent samstundis **


Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands 74,4 fm og samanstendur af forstofu, gangi, eldhúsi, stofu, 2 svefnherbergjum, baðherbergi, sameiginlegu þvottahúsi og sér garðskáli (9 fm - ekki inni í heildarfm) á sameiginlegri lóð ásamt sérmerktu bílastæði næst húsinu á sameiginlegri lóð. Gróinn garður umlykur húsið og deila ris íbúð og jarðhæðin hluta garðsins framan við bílastæðin. Miðhæðin hefur sérafnot af hinum hluta garðsins.

** SMELLTU HÉR og skoðaðu HÚSIÐ í 3-D, þrívíðu umhverfi.**

Nánari lýsing
Inngangur: Gengið inn um sér inngangi á suðurhlið hússins.
Forstofa: Rúmgóð forstofa með fatahengi og flísum á gólfi.
Gangur: Úr forstofu er komið inn á gang sem tengir saman önnur rými íbúðarinnar.
Eldhús: Nýleg hvít, innrétting, viðar borðplata, tengi fyrir uppþvottavél, innbyggður bekkur (fylgir), eldavél og er lítið búr / geymslurými inn af eldhúsinu.
Stofa:  Björt og góð með gluggum í tvær áttir.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með lausum fataskáp. 
Barnaherbergi: Rúmgott og bjart.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf að mestu. Hvít baðinnrétting með fallegri handlaug. Efri skápar með speglahurðum. Sturta með steyptum botni. Salerni og handklæðaofn. 
Gólfefni: Harðparket og flísar á votrýmum.
Þvottahús: Sameiginlegt þvottahús er á sömu hæð og er innangengt úr íbúð. Hver íbúð hefur þar sitt stæði fyrir þvottavél.
Garður: Gróinn garður umlykur húsið og deila ris íbúð og jarðhæðin hluta garðsins framan við bílastæðin. Miðhæðin hefur sérafnot af hinum hluta garðsins. Jarðhæðin á sér garðskála (9 fm) á sameiginlegri lóð og eru þeir ekki inni í heildarfermetrum eignarinnar.
Bílastæði: Sérmerkt stæði, næst húsi, er á lóð eignarinnar. 

Góð eign á fjölskylduvænum stað og mjög vel staðsett á Seltjarnarnesi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu s.s. grunn- og leikskóla, sundlaug, verslanir og þjónustu á Eiðistorgi, íþróttasvæði Gróttu ásamt góðu aðgengi að útivistarsvæði og náttúruperlum. 

Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið.

Allar nánari upplýsingar veita:
     Hera Björk, löggiltur fasteignasali í síma 774-1477 eða á netfangið herabjork@remax.is  
     Salvör Þóra, löggiltur fasteignasali í síma 844-1421 eða á netfangið salvor@remax.is


-----------------------------------------------------------------
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

-----------------------------------------------------------------
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
-----------------------------------------------------------------

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
_________________________________
Ertu í fasteignahugleiðingum?
Við höfum starfað við fasteignasölu samanlagt í yfir 19 ár. 
Við leggjum okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur. Hjá okkur færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga. Hafðu samband í dag!
Hera Björk, lgf í síma 774-1477 eða herabjork@remax.is  
Salvör Þóra, lgf í síma 844-1421 eða salvor@remax.is

 

Sambærilegar eignir

Opna eign
Opið hús:05. júní kl 16:30-17:00
Image
Opna eign
Safamýri 71
108 Reykjavík
75.6 m2
Fjölbýlishús með sérinngangi
312
885 þ.kr./m2
66.900.000 kr.
Opna eign
Image
Opna eign
Sólvallagata 79
101 Reykjavík
69.7 m2
Fjölbýlishús með lyftu
211
1003 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Opna eign
Image
Opna eign
Dugguvogur 1 - Íbúð 505
104 Reykjavík
64.1 m2
Fjölbýlishús með lyftu
211
1090 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Opna eign
Image
Opna eign
Dugguvogur 1 - Íbúð 406
104 Reykjavík
64.4 m2
Fjölbýlishús með lyftu
211
1070 þ.kr./m2
68.900.000 kr.
RE/MAX Ísland logo
Við vinnum fyrir þig
Hafðu samband
remax@remax.isS: 4777777
Skeifunni 17
kt. 480506-0810
Hlekkir
Samfélagsmiðlar
© Copyright 2025 - RE/MAX Ísland
Knúið af
Fasteignaleitin