Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:
Vel skipulögð, björt og mjög vel umgengin þriggja herbergja íbúð á 3. hæð ( efstu hæð ) með sérinngangi við Breiðuvík 15, 112 Reykjavík. Sér merkt bílastæði á lóð með rafhleðslu fylgir íbúðinni.
Samkvæmt HMS er birt stærð 99,5 fm, þar af er 9,4 fm. geymsla staðsett í sameign. Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 72.500.000 kr.
Eignin hefur verið endurbætt á eftirfarandi hátt: Árið 2017 var skipt um alla glugga, svalahurð og útidyrahurð á íbúðinni.
Árið 2024 var sett upp ný innrétting inn í þvottahúsi. Skipt var um efri skápa inn á baðherbergi, innrétting lökkuð og settur upp nýr spegill með baklýsingu, skipt var einnig um blöndunartæki við handlaug. Skipt var um parket og undirlög á allri íbúðinni, nýir parketlistar, og nýjar hurðir settar upp. Í eldhúsi var bakaraofn endurnýjaður á sama tíma ásamt því að íbúðin var öll máluð af málarameistara í lok árs 2024 (Nema loft og þvottahús, þau vöru ekki máluð )
Árið 2025 var sett upp nýtt sturtugler við baðkarið og sett var upp bílahleðslustöð í merkt bílastæði sem fylgir íbúðinni.
Smelltu á linkinn til að skoða íbúðina í 3D
Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661 6056 eða með tölvupóst á netfangið gulli@remax.isNánari lýsing:Komið er inn um sérinngang inn í forstofu með fataskáp, flísar á gólfi. Inn af forstofu er sér þvottahús með innréttingu með efri og neðri skápum ásamt skolvaski. Gert er ráð fyrir þvottavél í innréttingu. Opnanlegur gluggi er inn á þvottahúsi.
Gangur, svefnherbergin tvö, eldhús stofa og borðstofa er með parket á gólfi. Eldhús er með innréttingu á móti hvor annarri, málaðar flísar á milli efri og neðri skápa, nýlega var skipt út höldum og bökunarofni. Gott skápa, skúffu og vinnupláss. Gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingunni. Borðstofa er í enda eldhúsins, björt og falleg með útgengi út á svalir sem snúa vel á móti sól í suð-austur. Stofan er líka mjög björt, rúmgóð og hugguleg. Veggur sem skilur að eldhús er opin sitthvorum megin við ganginn og borðstofuna. Baðherbergið er með flísum á gólfi og á veggjum. Baðkar er með sturtuaðstöðu, salerni þar við hlið, og baðinnrétting sem nýlega var lökkuð, hvít handlaug. Spegill og efri skápur. Opnanlegur gluggi er inn á baðherberginu. Herbergin eru tvö, bæði mjög rúmgóð með fataskápum og með parketi á gólfi.
Góð staðsetning þar sem stutt er í skóla, leikskóla og alla helstu þjónustu. Fallegar göngu-og hjólaleiðir allt í kring og golfvöllur í nálægð.Nánari upplýsingar: Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali í síma 661-6056, gulli@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.