Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 4ra herb. íbúð í lyftuhúsi að Elliðabraut 14 í Norðlingaholti í Reykjavík. Stæði er í lokaðri bílageymslu og rafmagnshleðslustöð fylgir. Stór (um 30 m2) viðarverönd með skjólgirðingu er út frá eldhúsi og stofu og vísar til suðurs. Þar nýtur sólar við frá morgni til kvölds. Grænt svæði og fínir hjóla- og göngustígar eru aftan við hús. Undirgöng eru undir Breiðholtsbrautina og því auðvelt að fara niður í Víðidalinn, Elliðaárdalinn og upp í Heiðmörk. Einnig er göngufæri inn í hverfi til að fara í leik- og grunnskóla sem og matvöruverslun.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 106 m2. Stæði í lokaðri bílageymslu er ekki inni heildarfermetrum. **HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI. KÍKTU Í HEIMSÓKN !*VINSAMLEGA SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í SKOÐUN SUNNUD. 12. OKT. Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing:
Forstofa er inn af einstaklega rúmgóðum stigagangi með
lyftu. Innan íbúðar er komið inn á parketlagt forstofuhol með fjórföldum hvítum fataskáp sem nær upp í loft.
Allar innréttingar íbúðar eru frá Axis. Gangur í gegnum íbúðina er rúmgóður og nýtist því vel fyrir hirslur.
Eldhús er með hvítri innréttingu á einum vegg. Blástursofn, helluborð og gufugleypir eru AEG. Innfelld uppþvottavél. Stæði er fyrir ísskáp í innréttingu. Mjög gott skápapláss. Blöndunartæki eru Grohe. Parket á gólfi.
Stofa er björt með gluggum á tvo vegu. Innbyggð lýsing í lofti stofurýmis og gangs. Út frá stofu og eldhúsi er gengið út á stóra viðarverönd með skjólgirðingu. Gengið er um rennihurð og stækkar því pallurinn verulega stofurýmið. Parket á gólfi stofu.
Viðarverönd með skjólgirðingu er um 30 m2 að stærð og er sérafnotareitur íbúðar. Um helmingjur hans er lokaður af með nýrri svalarlokun. Rafmagnstengi er til staðar til að bæta við hitara. Sólar nýtur við undir hádegi og fram á kvöld. Aftan við hús er grassvæði og göngustígar.
Baðherbergi er með skápaeiningu undir handlaug og veggfestum speglaskáp með ljósi. Þreplaus sturta með gleri, handklæðaofn og upphengt salerni. Ljósgráar gólfflísar og hvítar upp veggi. Inn af baðherbergi er þvottahús.
Þvottahús er með innréttingu og skolvaski. Á gólfi eru eins flísar og á baðherbergi.
Herbergi I er fyrst á herbergisgangi og er 12 m2. Fataskápur frá Axis fyllir einn vegg. Parket á gólfi.
Herbergi II er annað barnaherbergið, 9 m2 að stærð. Tvöfaldur fataskápur. Parket á gólfi.
Herbergi III er einnig 9 m2 að stærð. Parket á gólfi. Þetta herbergi hefur verið lokað frá upphafi, en hægt er að opna það og hafa þar setustofu og stækka þannig stofurýmið. Nettengi eru í vegg milli herbergja, hugsað fyrir sjónvarp. Sjá teikningu.
Geymsla er sér á sömu hæð og íbúð. Birt stærð 6,9 m2.
Bílgeymsla er lokuð. Rafmagn er komið í stæði viðkomandi íbúðar. Stæði íbúðar er merkt B74.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign. Snyrtileg, eins og öll sameign þessa húss.
Í íbúðinni er
sérstakt loftræstikerfi. Kerfið hefur loftskipti í íbúðinni með því að taka loft að utan og dæla því inn í vistarverurnar, herbergi og stofu, og soga lofti út úr baði, þvottahúsi og eldhúsi. Kerfið er með endurvarmvinnslu og nýtir hluta af varmanum. Kerfið er með filterum og er allt loft sem kemur inn filterað. Ekki á að vera þörf á að opna glugga í íbúðinni til loftunar. Einnig er
aukin lofthæð og
aukin hljóðvist.
Húsið er staðsteypt og útveggir einangraðir og klæddir að utan með álklæðningu og því viðhaldslítið. Gluggar og útihurðir eru úr álklæddu timbri frá BYKO og eru skv. teikningum arkitekts. Allt gler í húsinu er tvöfalt K-gler og opnanleg fög eru topphengd. Lóðin er frágengin samkvæmt leiðbeinandi teikningum landslagsarkitekts. Raflagnir hafa einnig verið lagðar í alla bílgeymsluna fyrir hleðslustöðvar.
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-