RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega falleg og töluvert endurnýjuð þriggja herbergja 98,5 fm. íbúð á 1. hæð á eftirsóttum stað við Suðurvang 2, Hafnarfirði. Íbúðin er 92,7 fm. og skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu með útgengt út á svalir, tvö rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi. Þvottahús er innan íbúðar með góðu hilluplássi. Sérgeymsla íbúðar 5,8 fm. er staðsett í sameign. Einnig er stór sameiginleg geymsla í kjallara ásamt hjóla og vagnageymslu. Gott húsfélag og virkt samstarf.
Björt og vel skipulögð eign á fjölskylduvænum stað í Norðurbænum þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, verslanir og góðar samgöngur. Einnig eru falleg útivistarsvæði og miðbær Hafnafjarðar í næsta nágrenni.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.is
KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉRNánari lýsing:Forstofa er parketlögð með góðum fataskápum.
Eldhús var endurnýjað 2017. Parketlagt með fallegum hvítum innréttingum og viðar borðplötu, flísar á vegg að hluta og góðir efri skápar. Helluborð og bökunarofn, innfelldur ísskápur og frystir. Stór og bjartur gluggi með opnanlegu fagi. Úr eldhúsi er innangengt í
þvottahús. Í þvottahúsi er skolvaskur, opnanlegur gluggi og gott hillupláss, dúkur á gólfum.
Stofa/borðstofa er í björtu og opnu rými með útgengt út á
svalir til vesturs.
Svefnherbergin eru tvö, rúmgóð og björt með fataskápum, parket á gólfum.
Baðherbergi var endurnýjað 2015. Flísalagt í hólf og gólf, falleg viðarinnrétting með vaski, spegli og góðu skápaplássi. Upphengt salerni og sturtubaðkar með glerþili. Handklæðaofn og góður opnanlegur gluggi.
Sérgeymsla íbúðar er staðsett í sameign 5,8 fm. að stærð. Í sameign er jafnframt stór sameiginleg geymsla og góð
hjóla- og vagnageymsla.
Garður er sameiginlegur, stór og gróinn.
Bílastæði íbúðar er sérmerkt en að auki næg sameiginleg stæði.
Aðkoman að húsinu og sameign er öll hin snyrtilegasta.
Framkvæmdir og viðhald síðustu ára: Árið 2023 var skipt um glugga og svalahurðir á vesturhlið, skipt var um glugga á suðurhlið 2016. Veggur á suðurhlið (við herbergi og baðherbergi) var klæddur 2023. Nýleg rafmagnstafla og ofnar í sameign 2020. Að utan hefur verið sprunguviðgert og málað að hluta, 2016-2017. Þak endurnýjað 2012. Innan íbúðar var eldhús endurnýjað 2017 og sett ný gólfefni, gott harðparket. Baðherbergi endurnýjað 2015. Dúkur sett á þvottahús 2019. Raflagnaefni endurnýjað og jörð dregin að mestu 2017.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.