Pétur Ásgeirsson löggiltur fasteignasali hjá RE/MAX fasteignasölu kynnir: Virkilega falleg 102,2 fm íbúð á tveimur hæðum með einstöku útsýni á fjórðu hæð að Fífuseli 35. Einkar rúmgóðar svalir með svalalokun og útsýni til suðurs sem gefur íbúð aukið rými og nýtingu.
Framkvæmdir voru á húsi 2023. Skipt um alla glugga. Þak endurnýjað. Múr og klæðning á húsi yfirfarin. Múr og steypuviðgerðir á svölum, svalagólf máluð með epoxy málningu.
Hér getur þú gengið í gegnum eignina í 3D // 3 Svefnherbergi.
// Glæsilegt útsýni.
// Svalalokun.
// Mikið endurnýjuð.
Lýsing eignar: Neðri hæð:
Forstofa: Parket á gólfi og
með fataskáp. Parketlögð rými íbúðar eru með nýlegu harðparketi með hljóðeinangrunardúk sérvöldum, endurnýjað 2019.
Eldhús: Parket lagt á hægri hönd frá forstofu, Góður, rúmgóður eldhúskrókur með fallegu útsýni til suðurs og að nærumhverfi. Innrétting er með góðu efri skápa og neðri skápa/skúffuplássi.
Gott borðpláss, borðplata í eldhúsi endurnýjuð 2021. Innangengt á tvo vegu að eldhúsi frá forstofugangi og stofu og að útgengi svala.
Stofa/borðstofa: Samliggjandi parketlagt rými með útgengi að suðursvölum. Svalir eru yfirbyggðar og með svalalokun ísett 2016. Hátt er til lofts í stofu sem gefur eign skemmtilegan karakter og sjarma.
Hjónaherbergi: Parketlagt og með fataskáp.
Baðherbergi: Flísalagt gólf, innangengt í flísalagða sturtu, salerni og baðinnrétting með skúffum og handlaug ásamt spegli þar fyrir ofan. Tenging er fyrir þvottavél á baðherbergi.
Efri hæð:Gengið er upp hringstiga á efri hæð.
Þar eru tvö svefnherbergi parketlögð og að hluta undir súð, annað með skáp.
Möguleiki er á að stækka svefnherbergi er liggur að hluta yfir stofu þar sem lofthæð er mikil þar.
Sér geymsla ásamt sameiginlegri hjóla og vagnageymslu í kjallara.
Sameiginleg lóð og bílastæði.
Einkar sjarmerandi íbúð með karakter og með einstöku útsýni til suðurs.
Ofnar í íbúð endurnýjaðir 2020.
Parket endurnýjað 2019.
Svalir múrviðgerðar og málaðar í hólf og gólf. Epoxy borið gólf 2023. Svalalokun sett upp 2016.
Baðherbergi endurnýjað ca. 2016-2017.
2023 Gluggar í húsi endurnýjaðir.
2023 Þak yfirfarið og eftirlit haft með þeim framkvæmdum.
Það sem var endurnýjað: Timburverk yfirfarið, nýr öndunardúkur settur á þak, nýtt þakjárn lagt á tvöfalda lektugrind.
2023 Klæðning á húsi yfirfarin og lagfærð ásamt múrviðgerðum.
2024 Frárennslislagnir myndaðar og hreinsaðar.
Efla sá um eftirlit með framkvæmdum sem stóðu frá 2022-2023.
Nánari upplýsingar gefur Pétur Ásgeirsson löggiltur fasteignasali í síma 893-6513 / petur@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.