RE/MAX og Þorsteinn Yngvason, lögmaður / löggiltur fasteignasali, kynna í einkasölu fallega og vel skipulagða þriggja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi að Leirubakka 34, 109 Reykjavík.✅ Sex íbúða hús
✅ Sérinngangur og sérafnotareitur
✅ Tvö sérmerkt bílastæði á lóðinni
✅ Nýlega endurnýjað baðherbergi
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Samkvæmt HMS er birt flatarmál eignarinnar 94 fm, þar af er íbúðin 87,9 fm og geymslan 6,1 fm.Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi og fataskápur.
Svefnherbergi: Parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi fataskápur.
Baðherbergi: Nýlega endurnýjað. Flísar á gólfi og hluta veggja. Sturtuklefi með glerþil, handklæðaofn, falleg baðinnrétting og upphengt salerni. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Góð innrétting fyrir þvottavélina og þurrkarann.
Eldhús: Parket á gólfi. Eldhúsinnrétting með flísum á milli efri og neðri skápa, bakaraofn, helluborð og vaskur.
Stofa/borðstofa: Í samliggjandi rými. Parket á gólfi. Bjart og rúmgott rými. Útgengt út á hellulagðann sérafnotareit.
Geymsla: Sérgeymsla fylgir íbúðinni og er hún staðsett í sameign hússins.
Annað:Húsið er tveggja hæða sex íbúða hús á góðum stað í Bökkunum. Á lóðinni eru 12 sameiginleg bílastæði, en bílastæðin hafa verið merkt niður á íbúðir. Íbúðinni fylgir hlutdeild í sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Þá fylgir íbúðinni sér geymsla sem er staðsett í sameign hússins.
Allar frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Yngvason, lögmaður / löggiltur fasteignasali, í síma 696 0226 eða thorsteinn@remax.is