Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:
Falleg tveggja herbergja íbúð á 3. hæð að Naustavör 11 í bryggjuhverfinu á Kársnesinu. Rúmgóð og björt íbúð með fallegu útsýni, sérsmíðuðum innréttingum, þvottahúsi, innfelldri lýsingu og gólfhita.
Íbúðin skiptist í forstofu, svefnherbergi, eldhús, stofu/borðstofu, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Birt flatarmál eignarinnar 84,4 fm, þar af er íbúðin 77,8 fm og geymslan 6,6 fm. Íbúðinni fylgir sérmerkt bílastæði á lóð.
Bókið skoðun hjá Gumma Júl í síma 858-7410 eða með tölvupósti á netfangið gj@remax.is eða á Ástþór Reyni í síma 899-6753 eða með tölvupósti á netfangið arg@remax.is
Nánari lýsing:
Forstofa: Rúmgóð. Parket á gólfi og tvöfaldur fataskápur.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum, falleg hvít baðinnrétting, upphengt salerni, handklæðaofn, sturtuklefi með glerþil og innbyggðum blöndunartækjum.
Þvottahús: Flísar á gólfi, innrétting og skolvaskur.
Svefnherbergi: Parket á gólfi og fataskápur.
Eldhús: Parket á gólfi, falleg eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi, efri og neðri skápar, lýsing á undir eftir skápum. Innfelld AEG uppþvottavél, bakaraofn og örbylgjuofn í vinnuhæð.Stór eyja á móti með AEG spanhelluborði og gufugleypi. Opnanlegur gluggi í rýminu.
Stofa/borðstofa: Rúmgott og bjart rými með fallegu útsýni. Parket á gólfi. Útgengt út á svalir sem snúa til suður/vestur.
Gólfefni: Parket og flísar.
Geymsla: Sérgeymsla í sameign.
Hjólageymsla: Rúmgóð geymsla í sameign.
Naustavör 11:
Húsið var byggt árið 2019 af byggingarfélaginu BYGG. Húsið er fjögurra hæða fjölbýlishús með 18 íbúðum og lyftu við bryggjuhverfið á Kársnesinu. Hverfið er staðsett á fallegum stað á móti Nauthólsvíkinni, fjölskylduvænu og fallegu umhverfi við sjávarsíðuna. Siglingafélagið Ýmir er með aðstöðu við smábátahöfnina og er það iðandi af lífi.
Eignin er frábærlega staðsett þar sem mikil uppbygging er í gangi. Samhliða uppbyggingu verður reist brú fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna yfir Fossvog sem tengja mun svæðið við háskólasvæði Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og miðbæ Reykjavíkur.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir:
Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma 858-7410 eða gj@remax.is
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma 899-6753 eða arg@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.