RE/MAX og Sigríður Guðnadóttir löggiltur fasteignasali kynna: Einstaklega fallegt 6 herbergja raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr.
Einstaklega vel skipulagt vistvænt hús. Húsið er á steyptum sökkli,veggir úr Magnumbord OSB gegnheilum timbureiningum, klætt að utan með málmklæðningu að hluta og viðhaldslítilli timburklæðningu að hluta. Tesla hleðslustöð, lyklalaust aðgengi að útidyrum, Pledj ljósastýring.
***SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA EIGININA Í 3D***Nánari lýsing: Neðri hæð:
Forstofa er björt og rúmgóð með hvítum fataskáp, flísar á gólfi.
Gangur er flísalagður með útengi út á
timbur og hellulagða verönd sem snýr í suðvestur. I-III: (þrjú) svefnherbergi eru á hæðinni með parket á gólfi og fataskápum
Baðherbergi er flísalagt með fallegri innréttingu, hvítum skáp og upphengdu wc, "walk in" sturtu og baðkari.
Þvottahús er flísalagt með hvítum skápum/innréttingu og innangengt inn í bílskúr.
Bílskúr er rúmgóður með Tesla hleðslustöð, góðar hillur.
Efri hæð:
Stigi upp á efri hæð er teppalagður með glerhandriði.
Eldhús og stofa er í opnu rými með parket á gólfi og útsýni til norðurs til Esjunnar og Úlfarsfells,
útgengi út á suðvestur svalir. Mikil lofthæð á efri hæð.
Eldhúsið er með fallegri hvítri og viðar innréttingu frá Innval, gott vinnupláss, ofn í vinnuhæð, spanhelluborð og vönduð tæki, tvöfaldur ísskápur fylgir og innfelld uppþvottavél.
IV: Hjónasvíta með parket á gólfi, fataherbergi með ljósri innréttingu og sér baðherbergi sem er flísalagt með ljósri innréttingu, upphengdu wc, "walk in" sturtu.
V:Svefnherbergi meða parket á gólfi.
Gestasalerni er flísalagt með upphengdu wc og ljósri innréttingu.
Gólfhiti er í öllum rýmum hússins, og vist loftræsting í húsinu.
Einstaklega falleg og vel skipulögð eign í góðu hverfi, stutt i alla helstu þjónustu, leikskóla, skóla og íþróttastarf og fallegar gönguleiðir og ýmsa útivist. Nánari upplýsngar gefur Sigríður lgf. í síma 663 3219 eða sigga@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.