RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega falleg og björt 4 herbergja 101,7 fm. endaíbúð með sérinngangi af svölum á 2. hæð í nýlegu lyftuhúsi við Dalsbraut 3, Reykjanesbæ. Íbúðin er 96,4 fm. að stærð og skiptist í forstofu, hol, opið eldhús til borðstofu og stofu, stórar svalir til suð-vesturs, þrjú rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Sérgeymsla er staðsett í sameign um 5,3 fm. að stærð. Falleg og vel skipulögð eign á eftirsóttum stað í Dalshverfi. Stutt er í alla helstu þjónustu, verslunarkjarna, matsölustaði, skóla og leikskóla ásamt fallegri náttúru allt um kring. Upplýsingar veitir Guðrún Lilja í síma 867-1231 eða með tölvupósti á netfangið gudrunlilja@remax.is. KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
Nánari lýsing:
Forstofa er flísalögð með góðum fataskápum.
Eldhús er í björtu og opnu rými til
borðstofu og stofu. Falleg hvít L-laga eldhúsinnrétting með helluborði og viftu, bökunarofn í vinnuhæð. Harðparket er á gólfum. Úr stofu er útgengt út á stórar
15,7 fm. svalir til suð-vesturs.
Svefnherbergin eru þrjú, öll mjög rúmgóð og björt. Harðparket er á gólfum.
Baðherbergi er með flísalagt gólf og vegg að hluta. Fallegar hvítar innréttingar, upphengt salerni, handklæðaofn og sturta með glerþili. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara.
Sérgeymsla er staðsett í sameign um 5,3 fm. að stærð ásamt sameiginlegri vagna- og hjólageymslu.
Á lóðinni eru 60
bílastæði sem öll eru í óskiptri sameign allra íbúða á Dalsbraut 3 og Dalsbraut 5.
Innréttingar í eldhúsi og baðherbergi eru frá HTH. Byggingaraðili: Mannverk ehf Arkitektahönnun: KRARK ehf, Kristinn Ragnarsson
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.