Gylfi Jens og Guðbjörg Helga löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX kynna Laugarásveg 39, 104 Reykjavík.
Bjart og vel skipulagt einbýlishús á þremur hæðum og innbyggðum bílskúr, hannað af Sigvalda Thordarsyni, arkitekt. Aukaíbúð á neðstu hæð. Húsið er reisulegt og stendur á afskaplega skjólgóðri og stórri lóð í götunni sem er 1155 fm, á frábærum stað við Laugardalinn.Um er að ræða heildareignina. Eignin er samtals skráð 293,5 fm. Eignin er skráð með tveimur fastanúmerum:
Fastanr. 202-0025, merkt 01-0101 (íbúð á hæð 142,6 fm), 01-0201 (íbúð á hæð 85,6 fm) og 01-0002 (bílskúr 20,0 fm). Auk þess eru skráðir 88,9 fm í sameign.
Fastanr. 202-0024, merkt 01-0001 (íbúð í kjallara 45,5 fm). Auk þess eru skráðir 19,7 fm í sameign.
Heildarstærð hússins er því um 402 fm.** SÆKTU SJÁLFVIRKT SÖLUYFIRLIT MEÐ NÁNARI UPPLÝSINGUM HÉR **** SKOÐAÐU EIGNINA Í ÞRÍVÍDD MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR**Gengið er inn í húsið á miðhæð að ofanverðu. Á miðhæð er mikið rými sem telur anddyri, baðherbergi (klósett og vaskur), stórt eldhús með borðkrók, stór borðstofa/stofa með útgengi út á stórar suðursvalir, stofa með arinn og tvö herbergi.
Á efstu hæð eru fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, annað með baðkari og hitt með sturtu. Af gangi er gengið út í rúmgóða sólstofu með útgengi út á stórar suðursvalir.
Í kjallara er séríbúð sem telur anddyri, stofu, herbergi, eldhús og baðherbergi. Sérinngangur er í íbúðina og einnig innangengt af gangi í kjallara. Í kjallara er mikið rými sem ekki er skráð til séreignarfermetra. Það telur stórt þvottahús, herbergi, fjórar geymslur og gang. Útgengt er af gangi. Innangengt er í bílskúr af gangi.
Laugarásvegur 39 er stórt og glæsilegt einbýlishús á frábærum stað í Laugardalnum. Húsið þarfnast töluverðra endurbóta en er glæsilega hannað af Sigvalda Thordarsyni.
Laugarásvegur og Sunnuvegur – Heildsteypt og gróið hverfi sem hin stóru einbýlishús setja svip sinn á. Ákveðin stefna var mörkuð í upphafi þegar hverfið var byggt og hefur henni verið haldið síðan. Í hverfinu eru mörg góð dæmi um þann arkitektúr er ríkjandi var á þeim tíma er hverfið byggðist upp.
NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA:
Gylfi Jens löggiltur fasteignasali og lögmaður í s. 822 5124 og gylfi@remax.is
Guðbjörg Helga, löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur í s. 897 7712 og gudbjorg@remax.is