RE/MAX & HERA BJÖRK & SALVÖR ÞÓRA Lgf. kynna:Rúmgóð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í 4ra íbúða húsi við Flókagötu 27 í miðborg Reykjavíkur. Íbúðin er vel staðsett í þessu vinsæla hverfi og í góðu göngufæri við skóla, leikskóla og allar þær verslanir og þjónustu sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Menningarsetrið Kjarvalsstaðir og útivistarparadísin við Klambrartún eru rétt handan götunar með góðum göngu- og hjólaleiðum. Gott aðgengi að almenningssamgöngum og stutt í stofnbrautir.
Eignir er dánarbú og er því laus við kaupsamning. Þarfnast viðhalds. Vakin er athygli á því að eignin er hluti af dánarbúi. Seljendur hafa ekki búið í eigninni og þekkja ekki ástand hennar umfram það sem kemur fram í opinberum gögnum. Seljendur hvetja því væntanlega kaupendur til að skoða eignina vel með það í huga.Allar nánari upplýsingar veita:
Hera Björk, lgf í s. 774-1477 eða herabjork@remax.is
Salvör Þóra, lgf, í s. 844-1421 eða salvor@remax.is** SMELLIÐ HÉR til að fá nánari uppl. eða til að bóka sýningu **
** SMELLIÐ HÉR til að fá söluyfirlitið sent samstundis **Eignin er skráð samkvæmt HMS 75,7 m² og samanstendur af forstofu / holi, eldhúsi, stofu, 2 svefnherbergjum, baðherbergi, sameiginlegu þvottahúsi og sameiginlegri lóð. Sér geymsla (skráð 1,7 fm - merkt 0003) er undir stiga á sameiginlegum gangi. Sameiginleg geymsla (merkt 0006) er undir útistiga. Gróinn garður umlykur húsið.
** SMELLTU HÉR og skoðaðu HÚSIÐ í 3-D, þrívíðu umhverfi.**Nánari lýsingInngangur: Gengið inn um sameiginlegan inngang á vesturhlið hússins.
Forstofa / Hol: Komið er inn í rúmgóða forstofu / hol sem tengir saman önnur rými eignarinnar.
Eldhús: Hvít innrétting, viðar borðplata, flísar upp á vegg að hluta, eldavél, bakaraofn, vifta og nýlegur gluggi með opnanlegu fagi.
Stofa: Björt og góð með gluggum í tvær áttir. Gólfefni þarfnast viðhalds. Nýlegir gluggar.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með eldri gluggum í tvær áttir og lausum, hvítum IKEA fataskáp með rennihurðum.
Svefnherbergi: Hvítur Ikea fatakápur. Nýlegur gluggi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf að mestu. Efri skápur með speglahurð og nettum vask undir. Sturta með steyptum botni. Upphengt salerni og handklæðaofn. Eldri gluggi með opnanlegu fagi.
Gólfefni: Harðparket og flísar á votrýmum. Harðparket illa farið í stofu.
Hurðar: Hvítar, yfirfelldar innihurðar. Hurð inn í íbúðin er millihurð (innihurð) og er ekki brunahurð.
Þvottahús: Sameiginlegt þvottahús er á sömu hæð og er innangengt af samaeiginlegum gangi. Hver íbúð hefur þar sitt stæði fyrir þvottavél.
Garður: Gróinn garður umlykur húsið.
Flókagata 27 er steinsteypt hús byggt árið 1945. Húsið og sameignin virðist í ágætu ástandi og hefur viðhald verið gott og húsið endurnýjað og lagfært eftir þörfum. Íbúðin sjálf þarfnast endurbóta að innan og eru m.a. ummerki raka í veggjum, gólf og gólfefni illa farið og ekki brunahurð inn í íbúðina.
Íbúðin er vel staðsett í þessu vinsæla hverfi og í góðu göngufæri við skóla, leikskóla og allar þær verslanir og þjónustu sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Menningarsetrið Kjarvalsstaðir og útivistarparadísin við Klambrartún eru rétt handan götunar með góðum göngu- og hjólaleiðum. Gott aðgengi að almenningssamgöngum og stutt í stofnbrautir.
Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið.Allar nánari upplýsingar veita:
Hera Björk, löggiltur fasteignasali í síma 774-1477 eða á netfangið herabjork@remax.is
Salvör Þóra, löggiltur fasteignasali í síma 844-1421 eða á netfangið salvor@remax.is-----------------------------------------------------------------
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Vakin er athygli á því að eignin er hluti af dánarbúi. Seljendur hafa ekki búið í eigninni og þekkja ekki ástand hennar umfram það sem kemur fram í opinberum gögnum. Seljendur hvetja því væntanlega kaupendur til að skoða eignina vel með það í huga.-----------------------------------------------------------------
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.-----------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
_________________________________
Ertu í fasteignahugleiðingum?Við höfum starfað við fasteignasölu samanlagt í yfir 19 ár.
Við leggjum okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur.
Hjá okkur færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga. Hafðu samband í dag!
- Hera Björk, lgf í síma 774-1477 eða herabjork@remax.is
- Salvör Þóra, lgf í síma 844-1421 eða salvor@remax.is