Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 8 herb. efri sérhæð, rishæð og bílskúr að Melhaga 1 í Vesturbæ Reykjavíkur. Sér inngangur er inn í íbúð. Eigninni fylgir frístandandi bílskúr úti á lóð ásamt innkeyrslu og bílastæði innan lóðar. Á báðum hæðum íbúðar eru herbergi og salerni. Fallegur stigi er upp í íbúð og milli hæða. Húsið er teiknað af Einari Sveinssyni arkitekt.
Garðurinn er afgirtur og stendur á horni Melhaga og Furumels. Mjög fallegur garður. Húsið er einstaklega vel staðsett þar sem leik- og grunnskólar eru handan götunnar til austurs, sem og allt háskólasvæðið. Við hinn endann á Melhaga er sundlaug Vesturbæjar, Melabúðin og kaffihús. Einnig er stutt í íþróttasvæði KR og útivistarsvæði við Ægissíðuna.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
Eignin skiptist í forstofu, stiga, stofu, borðstofu, eldhús, nokkur herbergi, baðherbergi, salerni, þvottahús, geymslu og bílskúr. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 213,7 m2*VINSAMLEGA SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Í OPIÐ HÚS ÞRIÐJUDAGINN 13. JANÚAR**HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI, INNI- OG ÚTI. KÍKTU Í HEIMSÓKN! Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing neðri hæðar:
Neðri hæð er skráð 136,6 m2.
Forstofa er inn af steyptum tröppum. Sér inngangur er inn í íbúð. Þegar inn er komið blasir við einstaklega sjarmerandi stigi með fallegum glugga og veggljósum, sem ein og sér eru listaverk. Úr forstofu er hægt að ganga niður í sameignarrými.
Stigapallur og hol er opið og þar liggur stigi upp á efri hæð eignar. Út frá holi er útgengi út á svalir til vesturs.
Stofa og borðstofa eru saman í opnu rými. Einstaklega fallegir bogadregnir gluggar og bjart rými sem snýr til suðurs. Milli stofurýmis og eldhúss er op með rennihurðum sem falla inn í vegginn. Viðarparket á gólfi.
Eldhús var fært árið 2005, þangað sem áður var herbergi og borðstofa skv. teikningum. Eldhús var áður þar sem nú er rúmgott baðherbergi. Eldhúsið er með háglans hvítri innréttingu á tveimur veggjum. Milli skápa eru ljósgrænar flísar. Frístandandi eyja með skúffueiningum er úti á gólfi og hægt að sitja við hana. Virkilega opið og stórt eldhús þar sem hægt er að koma fyrir stóru borði og stólum við fallegan glugga sem snýr út í garð til suðurs. Á gólfi eru drapplitaðar gólfflísar og viðarparket.
Herbergi I er með innfelldum eldri fataskápum. Rúmgott herbergi með glugga til austurs og útgengi út á svalir til suðausturs. Parket á gólfi
Herbergi II er inn af stofurými og er einnig hurð á því fram á gang íbúðar. Gluggi snýr til vesturs og með opnanlegu fagi. Parket á gólfi.
Baðherbergi var endurnýjað 2005. Upphengt salerni, hvít innrétting undir handlaug, veggfestur skápur, sturtuklefi með glerhurð, baðkar og handklæðaofn. Brúnar gólfflísar með gólfhita og hvítar veggflísar.
Þvottahús er þar sem áður var baðherbergi. Einstaklega fallegur og sjarmerandi hringlaga gluggi. Hvítar innréttingar á tveimur veggjum. Skolvaskur og stæði og tengi fyrir þvottavél, þurrkara og frystiskáp. Eins flísar og eru inni á baðherbergi.
Nánari lýsing efri hæðar:Efri hæð er skráð 41,4 m2, en gólfflötur er stærri þar sem hluti er undir súð.
Opið rými á miðju hæðar er nýtt sem sjónvarpsrými í dag, en áður var þar fjórða svefnherbergið á þessari hæð.
Herbergi III er á hægri hönd þegar komið er upp stiga. Gluggi snýr til vesturs. Inn af þessu herbergi er hægt að fara inn á þakrými um litla hurð.
Herbergi IV er miðjuherbergið. Eldri fataskápar þar og gluggi snýr út í garð til suðurs.
Herbergi V snýr til austurs að Melaskóla.
Salerni er með handlaug, upphengdu salerni og hillum. Hvítar vegg- og gólfflísar.
Bílskúr er tilheyrir eigninni er sá sem er fjær húsi. Birt stærð er
30,2 m2. Inni í bílskúr er afmarkað rými sem nýtist sem geymsla. Rafmagn, heitt og kalt vatn og niðurfall er í bílskúr. Sjálvirkur bílskúrshurðaopnari.
Geymsla er inni sem og er köld útigeymsla undir útitröppum með íbúð á 1. hæð.
Garður er snyrtilegur, með grasi, trjám, hellulögn og malarinnkeyrslu. Við bílaplan er búið að koma fyrir rafmagni til að hlaða bíla. Um hornlóð er að ræða og var girðing umhverfis hús nýlega máluð. Niðurgrafið trampolín er í garðinum.
Staðsetning & umhverfiEignin er staðsett í Vesturbænum í Reykjavík, þekkt fyrir rólegt og fjölskylduvænt umhverfi þar sem margir kjósa bíllausan lífsstíl. Er í nálægð við miðbæ, háskóla, þjónustu og útivistarsvæði.
Skólar & uppeldiÍ nágrenninu eru mjög góðir skólar sem gera svæðið sérstaklega aðlaðandi fyrir fjölskyldur. Má þar nefna Melaskóla, Hagaskóla og leikskólann Hagaborg. Íþróttastarf hjá KR og fjölbreytt tómstundastarf er einnig í nágrenninu.
Útivist & lífsgæðiStutt er í fallegar gönguleiðir við sjóinn, m.a. við Ægisíðu, auk grænna svæða og leiksvæða. Vesturbæjarlaug er í nágrenninu og er ein vinsælasta sundlaug borgarinnar. Sambland náttúru, þjónustu og borgarlífs gerir Vesturbæinn að einstaklega eftirsóttum búsetukosti.
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 3.800 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-