RE/MAX Ísland logo
Opið hús:12. okt. kl 14:30-15:30
Skráð 8. okt. 2025
Söluyfirlit

Sævangur 6

Tví/Þrí/FjórbýliHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
103.1 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
75.900.000 kr.
Fermetraverð
736.178 kr./m2
Fasteignamat
68.050.000 kr.
Brunabótamat
42.950.000 kr.
RE/MAX
Mynd af Sigrún Gréta Helgadóttir
Sigrún Gréta Helgadóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1977
Garður
Sérinngangur
Fasteignanúmer
2080121
Húsgerð
Tví/Þrí/Fjórbýli
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt/ekki vitað.
Raflagnir
Rafmagnstafla í íbúð var endurnýjuð 2023 og dregið nýtt í eldhús 2022. Annað ekki vitað.
Frárennslislagnir
Endurnýjað að hluta með plastlögnum og hluti eru steinlagnir. Skólp myndað í jan. 2025.
Gluggar / Gler
Upprunalegt/ekki vitað.
Þak
Þakjárn virðist hafa verið endurnýjað árið 2005 skv. tímaflakki á map.is
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Sér viðarverönd til SV framan við íbúð.
Upphitun
Hitaveita.
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 3ja herb. neðri sérhæð í tvíbýli að Sævangi 6 í Hafnarfirði. Tvö bílastæði á suðurhorni lóðar tilheyra íbúðinni. Þaðan er gengið niður í íbúðina. Framan við íbúð er viðarverönd og er sólin komin þangað á hádegi og er fram á kvöld. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt. Íbúðin er með nýlegu eldhúsi frá HTH sem og parket er einnig nýlegt. Húsið er í rólegu sérbýlishverfi þar em göngufæri er í leik-, grunn og framhaldsskóla. Einnig er stutt í Víðistaðatún og miðbæ Hafnarfjarðar þar sem alla þjónustu er að finna.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is 

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslur. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 103,1 m2. 


**HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI. KÍKTU Í HEIMSÓKN !

*VINSAMLEGA SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í SKOÐUN SUNNUD. 12. OKT.
 
Nánari lýsing:
Forstofa
 er inn af timburverönd. Sér inngangur er inn í íbúðina. Innan íbúðar er komið inn á parket lagt hol með stórum fataskápum sem ná upp í loft.
Stofa og borðstofa eru í opnu rými með eldhúsi. Gluggar bæði til suðurs og vesturs hleypa mikilli náttúrulegri birtu inn í íbúðina. Parket á gólfum.
Eldhús var endurnýjað árið 2022. Svört HTH "U" laga innrétting. Heilmikið skápapláss er einnig í innréttingunni sem snýr að borðstofu. Helluborð er á þeirri einingu. Innbyggður ísskápur m/frysti og tveir ofnar eru á langvegg og í einingu undir glugga er uppþvottavél. Parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Hvítar flísar upp veggi og svartar náttúruflísar á gólfi. Skápaeining undir handlaug, salerni og baðkar með sturtu og gleri. Stæði og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Herbergi I er mjög rúmgott með fataskápum á einum vegg. Gluggi snýr út í garð til austurs. Parket á gólfi.
Herbergi II er minna herbergið og snýr gluggi þess út að palli til vesturs. Parket á gólfi.
Geymsla er undir stiga innan íbúðar og þar er rafmagnstafla íbúðar. Einnig er stærri geymsla (5,7 m2 birt stærð) undir útidyratröppum á efri hæð.
Bílastæði eru hellulögð og eru þessi tvö bílastæði sem eru á suðurhorni lóðar sérafnotareitur þessarar íbúðar.
Ath. Parket á íbúðinni er vínilparket frá Harðviðarval og var endurnýjað árið 2022. Eldhúsinnrétting er HTH frá Ormsson og var einnig endurnýjuð 2022. Hurðirnar og hvítu skáparnir voru filmaðir árið 2024.

Hlutfall eignar í húsi og heildarlóð er 20,91%.

Fasteignamat eignar árið 2026: 74.750.000 kr.

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-

Sambærilegar eignir

Opna eign
Image
Opna eign
Hringhamar 17,íb.203
221 Hafnarfjörður
96.2 m2
Fjölbýlishús með lyftu
312
820 þ.kr./m2
78.900.000 kr.
Opna eign
Image
Opna eign
Hringhamar 17, 202
221 Hafnarfjörður
96 m2
Fjölbýlishús með lyftu
312
822 þ.kr./m2
78.900.000 kr.
Opna eign
Image
Opna eign
Áshamar 50
221 Hafnarfjörður
101.2 m2
Fjölbýlishús með lyftu
312
750 þ.kr./m2
75.900.000 kr.
Opna eign
Image
Opna eign
Áshamar 50
221 Hafnarfjörður
95.1 m2
Fjölbýlishús með lyftu
312
798 þ.kr./m2
75.900.000 kr.
RE/MAX Ísland logo
Við vinnum fyrir þig
Hafðu samband
skrifstofa@remax.isS: 4777777
Skeifunni 17
kt. 480506-0810
Hlekkir
Samfélagsmiðlar
© Copyright 2025 - RE/MAX Ísland
Knúið af
Fasteignaleitin