Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 3ja herb. neðri sérhæð í tvíbýli að Sævangi 6 í Hafnarfirði. Tvö bílastæði á suðurhorni lóðar tilheyra íbúðinni. Þaðan er gengið niður í íbúðina. Framan við íbúð er viðarverönd og er sólin komin þangað á hádegi og er fram á kvöld. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt. Íbúðin er með nýlegu eldhúsi frá HTH sem og parket er einnig nýlegt. Húsið er í rólegu sérbýlishverfi þar em göngufæri er í leik-, grunn og framhaldsskóla. Einnig er stutt í Víðistaðatún og miðbæ Hafnarfjarðar þar sem alla þjónustu er að finna.Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslur. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 103,1 m2. **HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI. KÍKTU Í HEIMSÓKN !*VINSAMLEGA SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í SKOÐUN SUNNUD. 12. OKT. Nánari lýsing:
Forstofa er inn af timburverönd. Sér inngangur er inn í íbúðina. Innan íbúðar er komið inn á parket lagt hol með stórum fataskápum sem ná upp í loft.
Stofa og borðstofa eru í opnu rými með eldhúsi. Gluggar bæði til suðurs og vesturs hleypa mikilli náttúrulegri birtu inn í íbúðina. Parket á gólfum.
Eldhús var endurnýjað árið 2022. Svört HTH "U" laga innrétting. Heilmikið skápapláss er einnig í innréttingunni sem snýr að borðstofu. Helluborð er á þeirri einingu. Innbyggður ísskápur m/frysti og tveir ofnar eru á langvegg og í einingu undir glugga er uppþvottavél. Parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Hvítar flísar upp veggi og svartar náttúruflísar á gólfi. Skápaeining undir handlaug, salerni og baðkar með sturtu og gleri. Stæði og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Herbergi I er mjög rúmgott með fataskápum á einum vegg. Gluggi snýr út í garð til austurs. Parket á gólfi.
Herbergi II er minna herbergið og snýr gluggi þess út að palli til vesturs. Parket á gólfi.
Geymsla er undir stiga innan íbúðar og þar er rafmagnstafla íbúðar. Einnig er stærri geymsla (5,7 m2 birt stærð) undir útidyratröppum á efri hæð.
Bílastæði eru hellulögð og eru þessi tvö bílastæði sem eru á suðurhorni lóðar sérafnotareitur þessarar íbúðar.
Ath. Parket á íbúðinni er
vínilparket frá Harðviðarval og var endurnýjað árið 2022.
Eldhúsinnrétting er HTH frá Ormsson og var einnig endurnýjuð 2022. Hurðirnar og hvítu skáparnir voru
filmaðir árið 2024.
Hlutfall eignar í húsi og heildarlóð er
20,91%.
Fasteignamat eignar árið 2026: 74.750.000 kr.-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-