Katrín Eliza Bernhöft löggiltur fasteignasali hjá RE/MAX kynnir í einkasölu: ÁSHOLT 2, 105 REYKJAVÍKVirkilega björt og falleg þriggja herbergja íbúð á fjórðu hæð í 10. hæða fjölbýlishúsi með lyftu að Ásholti 2, 105 Reykjavík. Eigninni fylgir geymsla í sameign og tvö bílastæði í lokuðum bílakjallara. Eignin er með stóru og björtu alrými með samliggjandi stofu, borðstofu og opnu eldhúsi með eyju. Stórir gluggar með miklu útsýni úr stofunni. Eldhúsið er með upprunalegri innréttingu með ágætis skápa og vinnuplássi. Á sér gangi eru tvö svefnherbergi, bæði með fataskápum. Baðherbergið er með sturtu og hvítum flísum á gólfum og veggjum. Þar hefur verið útbúin aðstaða fyrir þvottavél en einnig er möguleiki að nýta þvottaaðstöðu í sameign á 1.hæð.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt stærð eignarinnar 109,1 fm, þar af 6,2 fm geymsla. Eigninni fylgja einnig tvö stæði í bílageymslu. Húsið var byggt árið 1990 og hefur sami eigandinn búið í eigninni nánast frá upphafi eða frá 1992 skv. skráðum gögnum. Fyrirhugað fasteignamat 2026 er kr. 95.300.000,-- Fyrir söluyfirlit og allar nánari upplýsingar, hafið samband: Katrín Eliza Bernhöft, löggiltur fasteignasali, s.699 6617, katrin@remax.is
Nánari lýsing:Frá teppalögðum stigagangi er komið inn í rúmgott andyri með góðu skápaplássi. Korkflísar eru á gólfum á allri eigninni nema á baðherbergi, þar sem er flísalagt.
Eldhúskrókur með eldunareyju og innréttingu sem er hvít með brúnum kantlínum.
Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu rými þar sem útgengt er á yfirbyggðar og flísalagðar svalir.
Stórir og miklir gluggar gefa góða birtu í stofuna og þaðan er mikið útsýni.
Tvö rúmgóð svefnherbergi eru í eigninni, bæði með fataskápum.
Baðherbergið er flísalagt með hvítum flísum og með hvítri innréttingu.
Á baðherbergi er salerni, sturta og vaskur. Á baðherbergi hefur verið útbúin aðstaða fyrir þvottavél en einnig er sameiginlegt þvottahús í sameign.
Geymsla sem fylgir eigninni er í sameign á 1.hæð.
Tvö bílastæði fylgja eigninni sem eru í bílakjallaranum, merkt nr. 58 og 66. Í bílakjallaranum er einnig aðstaða fyrir íbúa til að þrífa bílana sína.
Sameignin er mjög snyrtileg bæði aðkoman að húsinu á jarðhæð og frá lyftu að íbúð. Fallegur og skjólgóður garður er á sameiginlegri lokaðri lóð.
Staðsetning eignarinnar er rétt fyrir ofan Hlemm í Reykjavík og því stutt að ganga í miðbæ Reykjavíkur.
Ásholt 2 er hluti af húsfélagi Ásholt 2-42, sem er byggð íbúðaeigna og þjónustueigna í samtengdum íbúðablokkum, raðhúsum og fjölbýlishúsum á sameiginlegri eignarlóð.
Húsvörður sér um daglegan rekstur sameignar.Stutt er í alla helstu þjónustu, matvöruverslun, veitingarstaði, sundlaug, heilsugæslu, útivistarsvæði, almenningssamgöngur og almennt mannlíf. - Allar nánari upplýsingar veitir: Katrín Eliza Bernhöft löggiltur fasteignasali, s.699 6617, katrin@remax.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. REMAX bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af löggiltum fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Starfsmanni fasteignasölunnar hefur ekki verið bent á aðra galla á eigninni en fram koma í söluyfirliti þessu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: · Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
· Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
· Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
· Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunnar.