Einstaklega vandað og glæsilegt parhús á einni hæð auk innbyggðs bílskúrs á jaðarlóð við Sandprýði í Garðabæ. Húsið er byggt árið 2011 og var engu til sparað. Húsið er steinað og klætt að utan. Sinkklæðning er á hluta þaksins. Gólfhiti er í húsinu. Sérsmíðaðar innréttingar og skápar frá Axis eru í öllu húsinu. Innihurðir eru einstaklega háar. Á gangi eru loftgluggar sem hleypa dagsbirtunni inn. Sólpallur meðfram húsinu og heitur pottur. Nýlegur um 15 fm. garðskáli er á lóðinni. Gólfefni eru einstaklega vönduð og endingargóð á allri eigninni. Forhitakerfi er í húsinu. ***SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA EIGNINA Í 3D***Fyrir nánari upplýsingar veitir Páll Guðmundsson lögg,fasteignasali í síma 861-9300 pallb@remax.is og Úlfar Hrafn lögg,fasteignasali í síma 6238747 eða ulfar@remax.isEignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 190fm. og þar af er innbyggður bílskúr 27,5fm. Nánar lýsing:Forstofa rúmgóð með góðu skápaplássi, stór rennihurð opnast inn í önnur rými hússins og Terasso gólfefni.
Eldhús er opið við stofu og er einstaklega rúmgott og bjart með mjög góðri eyju. Gott skúffu-, skápa- og borðpláss eru í eyjunni. Tvennir ofnar, gashelluborð, tvöfaldur gufugleypir, innbyggð blöndunartæki, innbyggð uppþvottavél og innbyggður ísskápur. Parket á gólfi.
Stofan er rúmgóð og björt með gólfsíðum gluggum og parket á gólfi. Útgengt er út á pall úr stofunni og einstaklega fallegt útsýni yfir hraunið.
Sjónvarpsrými með parketi á gólfi.
Gangur með sérmíðaðri Axis skápum á sjónsteypuvegg, gólflýsing og parket á gólfi. Fallegir þakgluggar hleypa dagsbirtunni inn á ganginn.
Hjónaherbergið er rúmgott og bjart með góðu skápaplássi og parketi á gólfi. Inn af herberginu er baðherbergi með glugga.
Baðherbergi inn af hjónaherbergi er með sturtu, innbyggð blöndunartæki, innrétting með Kóral borðplötu, gluggi, flísalagðir veggir og Terasso gólfefni.
Svenherbergi II rúmgott með góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Svefnherbergi III er nýtt í dag sem skrifstofurými, rúmgott, stór rennihurð og parket á gólfi.
Baðherbergi er með innangengri sturtu, innbyggð blöndunartæki, innrétting með Kóral borðplötu, flísar á veggjum og Terasso gólfefni. Útgengt er úr baðherberginu út á pall og beint í pottinn.
Þvottahús tengir saman eignina og bílskúrinn, góð innrétting, vaskur, innbyggð blöndunartæki, flísar á milli skápa og Terasso gólfefni.
Bílskúrinn er snyrtilegur, með góðu skápaplássi, gluggar, vaskur, gott vinnuborð og epoxygólfefni.
Bílaplan fyrir framan bílskúrinn er steypt með snjóbræðslukerfi og næg bílastæði.
Sólpallar við húsið eru nýlega endurnýaðir, heitur pottur með nýju stýrikerfi og tímastilli.
Garðhýsi er upphitað með ofn og opnanlegum gluggum sem opnast þegar ákveðinn hiti er kominn inn í húsið.
Hér er um að ræða afar glæsilegt og vel skipulagt fjölskylduhús í nýlegu og vinsælu hverfi í Garðabæ. Stutt er í alla helstu þjónustu svo sem skóla, leikskóla, frístunda og íþróttaiðkun, heilsugæslu, verslanir ofl. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.