Eignin seldist á fyrsta opna husi með fyrirvara.
Erling Proppé lgf. & Remax kynna í sölu: Fallega og vel skipulagða 3 herbergja íbúð á fjórðu hæð við Garðatorg 4B, 210 Garðabæ.
Falleg og vel skipulögð þriggja herbergja íbúð á fjórðu hæð í glæsilegu fjölbýlishúsi í miðbæ Garðabæjar ásamt rúmgóðu stæði með rafbílahleðslu við inngang í bílageymslu. Eignin er opin og björt með samliggjandi eldhúsi, stofu og borðstofu. Tvö svefnherbergi, baðherbergi og gestasalerni með þvottaherbergi innan eignar. Tvennar svalir, aðrar snúa í átt að Garðatorgi þar sem er iðandi mannlíf og yfirbyggðar sem snúa í áttina að kyrrðinni og út á sjó.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 115,4 fm, þar af er íbúðin skráð 107,2 fm og geymsla í kjallara 8,2 fm.
Á Garðatorgi eru margs konar verslanir, veitingahús, kaffihús og ýmis konar þjónusta t.d. hárgreiðslustofa, snyrtistofa og bókasafn.Nánari lýsing: Eignin er öll parketlögð með harðparketi nema á baðherbergjum og þvottahúsum en þar eru flísar á gólfum og gólfhiti. Forstofa með tvöföldum fataskáp.
Gestasalerni / þvottahús er flísalagt með fallegri innréttingu, salerni og vaski. Fyrir innan baðherberbergið er rúmgott þvottahús með innréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Flísar á gólfum og gólfhiti.
Eldhús með fallegri innréttingu og eyju, steinn á borðum, bakaraofn í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél, span helluborð og háfur. Úr eldhúsi er útgengt á 5,8 m2 svalir þar sem er útsýni yfir Garðatorgið - Fullkomnar grillsvalir !
Stofa og borðstofa er opið rými og þaðan er útgengt á yfirbyggðar rúmgóðar 8,7 m2 svalir með glæsilegu útsýni til sjávar.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum skápum og sérsmíðuðum sjónvarpsskáp.
Baðherbergi er flísalagt með fallegri innréttingu, sturtu, salerni og vaski. Flísar á gólfum og gólfhiti.
Svefnherbergi er með tvöföldum fataskáp.
Sameignin:Sameignin er öll
mjög snyrtileg með teppalögðum stigagangi og lyftu.
Rúmgott stæði með rafbílahleðslu alveg við inngang í lokaðri bílageymslu.
Geymsla í séreign er í kjallaranum.
Sameiginleg
hjóla- og vagnageymsla.Miðbær Garðabæjar með iðandi mannlífi og öll helsta þjónusta, heilsugæsla, matvöruverslun, veitingarhús, ísbúð, fatahreinsun, verslanir ofl. er í göngufæri.
Allar nánari upplýsingar:
Erling Proppé lgf. sími 690-1300 eða erling@remax.isKostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. REMAX bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.