Guðbjörg Helga og Gylfi Jens hjá RE/MAX kynna í einkasölu: Klausturhólar C-gata 17, 805 Selfossi. Mjög vel skipulagt, hlýlegt og heillandi
mikið endurnýjað 91 fm sumarhús / heilsárshús í hinu vinsæla Grímsnesi á
rúmlega 1 hektara eignarlóð (10.800fm) staðsett við enda götunnar.
Þrjú svefnherbergi eru í húsinu í dag en voru áður 4. Húsið er á skipulögðu sumarhúsasvæði sem er með
aðgangsstýrðu rafmagnshliði (fjarstýring/sími) og liggur malarvegur að innkeyrslu þess. Það er
nýlegur stór rafmagnspottur með nuddi auk
viðarveranda til tveggja átta, en auk þeirra er ein lítil verönd aftan við hús.Náttúran í kring sér um sig sjálf utan grasspildu neðan við pallinn sem þarf að slá. Reisuleg tré eru á lóðinni sem hafa náð góðri hæð og fleiri nýrri komin af stað.
Fasteignamat 2026 verður kr. 50.200.000. Húsið getur verið laust fljótlega. Öll þjónusta er í þægilegri fjarlægð, Selfoss 20 mínútur, Kerið 5 mínútur (4,2 km), Minni borgir 5 mínútur, Reykjavík 50-55 mín. Einnig eru fjöldi golfvalla í nærumhverfi, sundlaug og ýmsir þjónustuaðilar.
**SÆKTU SÖLUYFIRLIT SJÁLFVIRKT HÉR** **SKOÐAÐU EIGNINA Í ÞRÍVÍÐRI SÝN MEÐ OG ÁN HÚSGAGNA** (ýtir á takkann niðri í vinstra horni þar sem er stóll með / merki yfir)Núverandi skipulag eignar: Gangur, eldhús, stofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús/geymsla, upphitaður geymsluskúr, gróðurhús og kaldur geymsluskúr
Nánari lýsing eignar:Góð aðkoma er að húsinu, pláss er fyrir þónokkra bíla við húsið og innkeyrslu. Langt er milli húsa og því gott næði við húsið. Harðparket er á húsinu utan baðherbergis sem er með flísum. Málað gólf er á þvottahúsi.
Gangur: Gengið er inn á gang í miðrými hússins.
Eldhús: er á hægri hönd við gang, útihurð er einnig á eldhúsi. Rúmgóð nýleg innrétting með nýlegum tækjum frá AEG, innbyggður kælir, innbyggð uppþvottavél, ofn, spanhelluborð, tækjaskápur og gluggar til austurs og suðurs.
Þvottahús/geymsla: Rúmgott þvottahús/geymsla með skolvaski. Þar er ný rafmagnstafla og hitakútur er þar einnig. Sjá má þar enda á hitaveitulögnum sem eru klárar í hluta hússins. Hitavír er á vatnsleiðslum.
Baðherbergi er við gang miðrýmis, til vinstri frá inngangi. Flisar á gólfi og veggjum, innrétting með handlaug, upphengt wc, sturta og gluggi til norðurs. Gólfhiti er í þessu rými.
Stofa er svo við enda gangsins. Þaðan er útgengt á pall mót suðri. Gluggar á suður og vestur hlið hússins.
Herbergi 1: Rúmgott með góðum skápum og gluggum til norðurs. Framan við það herbergi er lítil verönd, ekki aðgengileg úr herberginu. Annar glugginn er með flóttaleið.
Herbergi 2: Minna herbergi með glugga til vesturs en er þó með tvíbreiðu rúmi í dag. Væri einnig tilvalin sjónvarpsstofa. Rennihurð.
Herbergi 3: Rúmgott herbergi sem nýtt er í dag sem geymsla. Gluggar til norðurs. Þetta herbergi var upprunalega 2 lítil herbergi.
Geymsla: Góð ca 12 m2 upphituð geymsla með nettri uppdraganlegri innkeyrsluhurð (fjórhjólahurð)
Geymsluskúr: Um 6 fm köld geymsla er á verönd er komið er að húsinu.
Gróðurhús: Um 10 fm, er á lóðinni. Er við innkeyrslu.
Annað:Lóðin: Eignarlóð. Alls 10800 fm. Innkeyrslan er malarlögð, nettur grasblettur er sunnan við húsið og töluverður gróður er á lóðinni,
Verönd: Góð viðarverönd er við húsið. Fyrir framan stofuna er aflokuð sólarverönd með nýlegumheitur rafmagnspottur með nuddi og síðan er verönd alveg meðfram 2 hliðum hússins.
Kynding; Húsið er kynnt í dag með tveimur varmadælum en búið er að koma ofnalögnum fyrir í hluta hússins. Gólfhiti á baðherbergi og ofn í geymslu aftan við húsið.
Rafhleðslustöð: Ný bílahleðslustöð er uppsett.
Framkvæmdasaga núverandi eigenda:2025: Ný rafhleðslustöð fyrir bíla
2024: 5x nýir Skanva gluggar settir í húsið því eigendur vildu stærri opanleg fög með flóttaleiðum að hluta.
2023: Ný og stærri rafmagnstafla því styrktu og bættu við rafmagn í eldhúsi og fleiri staði.
2021-2022: Baðherbergi endurnýjað, lagnir, flísar, innréttingar, blöndunartæki, salererni, Walk in sturta, handlaugrafmagnshiti í gólf,
2021: Hús málað að utanverðu sem og þak
2021-2022: Eldhús endurnýjað, lagnir, innrétting frá Ikea, tækjaskápur sérsmíðaður, AEG eldhústæki, varmadæla,
2022: Nýtt parket sett á húsið allt, svo öll gólefni endurnýjuð.
Rekstrarkostnaður 2025:Fasteignagjöld: 302.925 (33.658 kr í 9 mánuði) (tæming á rotþró er inni í fasteignagjöldum)
Rafmagnsnotkun: 22.000-24.000 á mánuði.
Rarik: um 22.000 kr. á mánuði Þristurinn sumarhúsafélag landeigenda: 2x20.000 á ári)= 40.000 á ári. (mokstur og viðhald vega, girðingar, vegahlið)
Brunatrygging 71.760 kr. á ári.
Allar nánari upplýsingar veita;Guðbjörg Helga, löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur s. 897 7712 og í netfanginu
gudbjorg@remax.is Gylfi Jens, löggiltur fasteignasali og lögmaður s. 822 5124 og í netfangingu
gylfi@remax.is