Vernharð Þorleifsson og Magga Gísladóttir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna:Vandað 2ja íbúða hús á einstökum stað í Selásnum, örstutt er í sundlaug og íþróttaaðstöðu sem og fallegar gönguleiðir um Elliðaárdalinn, skóla og aðra þjónustu . Eignin er 338,4 fm á tveimur hæðum sem bíður upp á einstakt tækifæri fyrir stórfjölskyldur eða sem eign með góða útleigumöguleika.
Frekari upplýsingar veita Vernharð Þorleifsson löggiltur fasteignasali í síma 699-7372 / venni@remax.is og Magga Gísladóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-7494 / magga@remax.isKíktu í heimsókn til okkar á Facebook eða
á InstagramNánari lýsing eignar:
Efri hæð. Forstofa með vönduðum fataskápum og flísum á gólfi.
Hol er rúmgott og nýtist sem vinnuaðstaða í dag. Er með eikarparketi á gólfi.
Eldhús með nýlegri vandaðri innréttingu frá Innlifun. Borðkrókur og vinnuaðstaða við endann. Góð lýsing og gott vinnurými. Tveir ofnar í eldhúsi. Annar keyptur nýr á árinu og hinn er örbylgja og ofn í sama tæki. Spanhella og vegghengdur háfur. Eldhús sem er hannað fyrir stórar fjölskyldur og veislur.
Baðherbergi er einnig nýlega uppgert á fallegan máta. Flísalagt í hólf og gólf, flísalögð sturta með gler-skilrúmi, snyrtileg innrétting. Speglaskápur og upphengt salerni. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara þar inni.
Stofa / borðstofa er stór og björt og tengist eldhúsi, útgengi á suð-vestur svalir með tröppum niður í fallega gróinn og skjólsælan garðinn. Fallegur arinn skilur á milli stofu og borðstofu. Loftbitar sem gefa rýminu svipsterkan stíl skapa hlýlegt yfirbragð og tala vel saman við stóran arininn. Eikarparket á gólfi.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með innréttuðu fataherbergi innaf, parket á gólfi.
Barnaherbergi er á hæðinni en það er opið í dag og tengist holinu en einfalt er að loka því aftur. Er með harmonikku hurð.
Neðri hæð.Sérinngangur er garðmegin og gengið er niður við hlið hússins.
Forstofa Komið er inn í rúmgóða forstofu með fataskáp.
Eldhús með nýlegri innréttingu. Innangengt er í þvottahúsið úr eldhúsinu.
Baðherbergi eru tvö. Annað er mjög rúmgott og flísalagt í hólf og gólf, baðkar og sturtuklefi. Saunaklefi sem er í fullri notkun er innaf baðherberginu. Hitt baðherbergið er með sturtuaðstöðu og þvottaaðstöðu í sama rými.
Stofa er með útgengi út í garð. Inn af stofu er gott sjónvarpsrými.
Svefnherbergi eru fjögur. Eitt nokkuð stórt og með sérinngang.
Geymslur eru tvær önnur innan íbúðar, auk þeirra er stór köld útigeymsla í garðinum.
Lóð er fallega gróin og snyrtileg, hellulögð verönd undir svölum og fram í garðinn en skjólveggir og gróður loka lóðinni umhverfis húsið. Hægt er að ganga úr garðinum á tveimur stöðum.
Fallegt hús sem hefur fengið að halda mörgum af upprunalegum einkennum sínum í gegnum tíðina. Meðal annars ómálaðir bitar í loftinu, arininn er orginal og tíglagluggar sem gefa eigninni einkennandi útlit.
Allar nánari upplýsingar veita:
Vernhað Þorleifsson, löggiltur fasteignasali, í síma 699 7372 eða í tölvupóst: venni@remax.is
Magga Gísladóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 698 7494 eða í tölvupóst: magga@remax.is