RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega falleg og björt 47,5 fm. studio endaíbúð á efri hæð í nýlegu lyftuhúsi við Norðurhellu 13, Hafnarfirði. Íbúðin skiptist í alrými með stofu og eldhúsi, svefnherbergi inn af stofu, baðherbergi með þvottaaðstöðu og geymsla er innan íbúðar. Úr stofu er útgengt út á svalir. Falleg aðkoma er að húsinu og sameign öll hin snyrtilegasta.
Aukin lofthæð - vönduð gólfefni og innréttingar - myndavéladyrasími - falleg og stílhrein eign. Stutt er í alla helstu þjónustu og verslanir, sundlaug, líkamsrækt ofl.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.is
KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
Nánari lýsing:
Forstofa er parketlögð og þaðan gengið beint inn í alrými íbúðar.
Eldhús er með fallegum innréttingum smíðað upp í loft með góðu skápaplássi. Vönduð AEG tæki frá Ormsson, innfelldur ísskápur og uppþvottavél. Spanhelluborð er í eldhúseyju og bökunarofn.
Stofa er í björtu og opnu rými með gólfsíðum glugga að hluta, útgengt út á 6,3 fm. svalir til norðausturs.
Svefnherbergi er stúkað af frá stofu, mjög bjart og rúmgott rými með fataskápum. Gluggar á tvo vegu.
Baðherbergi er með fallegri vaskinnréttingu, spegli fyrir ofan og góðu skápaplássi. Sturta er flísalögð og með glerþili. Upphengt salerni og handklæðaofn.
Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi er opnanlegur, flísað gólf og veggir að hluta.
Geymsla er innan íbúðar, nýtt í dag sem vinnuaðstaða. Harðparket á gólfi og með rennihurð.
Hjóla- og vagnageymsla er á lóð fyrir framan hús.
Bílastæði eru sameiginleg fyrir framan hús. Fyrirhugað er á vegum húsfélags að setja hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.