ÞÓRDÍS BJÖRK DAVÍÐSDÓTTIR, LGF & RE/MAX KYNNA: - LAUS VIÐ KAUPSAMNING - Björt 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í góðu fjölbýli í Engjahverfi í Grafarvogi. Aðkoma að húsinu er öll hin snyrtilegasta og eru bæði herbergin mjög rúmgóð.
Eignin er vel staðsett í rótgrónu og fjölskylduvænu hverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, heilsugæslu, heilsurækt, leik- grunn- og framhaldsskóla. Einnig er stutt inn á stofnbrautir.
Eignin er laus við kaupsamning - Sérinngangur af svölum - Tvær hleðslustöðvar eru á lóð hússinsGott skipulag og bæði herbergin í góðri stærð með fataskápum*** Smelltu HÉR til að sækja þér söluyfirlit milliliðalaust- 2016 skiptt um gler í stofu
- 2021- endurnýjað harðparket, innihurðar, vaskur og skápur endurnýjað á baðherbergi.
- Stutt í leik-, grunn- og framhaldsskóla - Egilshöll er í göngufæri
- Fasteignamat ársins 2026 verður kr. 61.700.000.-**** Smelltu HÉR til að skoða eignina betur í 3DAllar nánari upplýsingar og bókun á milli kl. 10-18 virka daga Þórdís Björk, lgf., í síma 862-1914 eða á thordis@remax.is
Nánari lýsing:Eignin er skráð 81,3 fm samkvæmt skráningum HMS sem skiptist í íbúð (76,6fm) og sér geymslu á jarðhæð (3,7 fm).
Íbúðin samanstendur af forstofu, eldhúsi, stofu/borðstofu, 2 svefnherbergjum, baðherbergi / þvottahús og fínum svölum.
Komið er inn í íbúðina af utanáliggjandi svölum til vesturs.
Forstofa: Rúmgóð með flísum á gólfi og veggföstum hillum með fatahengi.
Eldhús, borðstofa og stofa: Eru samliggjandi í opnu og björtu rými með stórum gluggum til austurs og útgengt á svalir úr stofu.
Eldhús: Hvít og beiki innrétting (upprunaleg), flísar á milli skápa, tengi fyrir uppþvottavél og gluggi til vesturs. Tæki hafa verið endurnýjuð en ekki vitað nákvæmlega hvenær.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með upprunalegum fataskápum og parketi á gólfi. Barnaherbergið er einnig í góðri stærð, með upprunalegum fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi / Þvottahús: Hvít skúffueining undir handlaug, flísar á vegg að hluta, baðkar, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, opnanlegur gluggi og flísar á gólfi.
Gólfefni íbúðar: Harðparket og flísar.
Sérgeymsla íbúðar: Staðsett í sameign á jarðhæð og er skráð 3,7 fm. að stærð og er með veggföstum hillum.
Sameign: Er öll hin snyrtilegasta. Hjóla- og vagnageymsla eru í sameign á jarðhæð.
Garður: Sameiginlegur
Nánasta umhverfi: Í göngufjarlægð eru skólar, leikskólar, bókasafn, Grafarvogslaug, verslanir, íþróttasvæði Fjölnis, íþróttahús Grafarvogs (Dalhús), Egilshöll, fallegar gönguleiðir í Grafarvogi og nágrenni sem og almenn útivist.
- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat.- Þórdís Björk Davíðsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 862-1914 eða thordis@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: · Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
· Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
· Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
· Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
· Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk