RE/MAX Ísland logo
Opið hús:30. sept. kl 17:30-18:00
Skráð 25. sept. 2025
Söluyfirlit

Engihjalli 19

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
62.2 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
52.900.000 kr.
Fermetraverð
850.482 kr./m2
Fasteignamat
42.700.000 kr.
Brunabótamat
33.200.000 kr.
RE/MAX
Mynd af Hera Björk Þórhallsdóttir
Hera Björk Þórhallsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1979
Þvottahús
Lyfta
Garður
Sameiginlegur
Fasteignanúmer
2060132
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
7
Hæðir í húsi
8
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
5
Vatnslagnir
sagt í lagi
Raflagnir
sagt í lagi
Frárennslislagnir
ekki vitað
Gluggar / Gler
í lagi, endurnýjað að hluta
Þak
endurnýjað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
16 m2 útsýnissvalir í vestur
Upphitun
ofnakerfi, nýjir ofnar
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
RE/MAX &  HERA BJÖRK Lgf. kynna: 
Sjarmerandi og töluvert endurnýjuð 2ja herbergja útsýnisíbúð á 7.hæð með rúmgóðum svölum og fjallasýn til suðvesturs yfir borgina. 
SJÓN ER SÖGU RÍKARI. 

* Kjörin fyrsta eign. 
* Vel nýttir fermetrar. 
* Húsfélag virkt og viðhaldi sinnt.


Allar nánari upplýsingar veitir Hera Björk lgf, 774-1477 eða herabjork@remax.is 

** SMELLIÐ HÉR fyrir ítarlegri upplýsingar og/eða bóka tíma í skoðun ** 
** SMELLIÐ HÉR til að fá söluyfirlitið sent samstundis **

Nánar um eign: 

Íbúðin er skráð 62,2 fm hjá Fasteignamati Ríkisins og samanstendur af forstofu, stofu, eldhúsi, svefnherbergi, baðherbergi, góðum svölum meðfram allri íbúðinni.

** SMELLTU HÉR og skoðaðu ÍBÚÐINA í 3-D, þrívíðu umhverfi.**

Nánari lýsing: 

Anddyri er á jarðhæð og lyfta gengur upp að íbúðinni á 7.hæð hússins. Andyri, 1.hæð og lyfta undirgegnst um þessar mundir gagngerar endurbætur sem hússjóður greiðir að fullu. 
Forstofa: Komið er inn í forstofu með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Stofa + borðstofa: Innaf forstofunni til hægri er rúmgóð stofa með parketi á gólfi sem rúmar vel bæði setustofu og borðstofu. Útgengt er á 14,3 m2 vestur svalir sem njóta glæsilegs útsýnis yfir höfuðborgina. Sól nær inn á svalirnar frá sirka kl.14 á daginn og þar til hún sest á kvöldin.
Eldhús: Eldhúsið er bjart með góðu vinnuplássi. Eldri vel viðhaldið hvít innrétting með efri og neðri skápum. Hægt er að ganga inn í eldhúsið á tvo vegu, bæði frá forstofu og frá setustofu en í dag er þar auka eining sem nýtist sem "eyja" á milli rýmanna. Allir auka skápar í eldhúsi geta fylgt.
Baðherbergi: Nýlega endurnýjað á smekklegan hátt. Gráar flísar eru á gólfi. Góð innrétting er undir og við vask. Spegill er fyrir ofan vaskaborðið. Salernið er upphengt. Handklæðaofn er á vegg. 
Svefnherbergi: Svefnherbergið er rúmgott með parketi á gólfi og góðum eldri fataskáp. Aðgengi er út á svalir frá hjónaherbergi.
Þvottahús: Á hæðinni er sameiginlegt 7 fm þvottahús, staðsett rétt fyrir framan íbúðina. Þvottahúsið sinnir einungis íbúðum 7.hæðar, 3 talsins. 
Geymsla: Sérgeymsla (4,2 m2 ) með ágætum hillum fylgir íbúðinni á neðstu hæð og er hún ekki inni í skráðum fermetrum íbúðarinnar.
Sameign, hjóla og vagnageymsla: Er í sameign í kjallara. Á efstu hæð er sameignarrými þar sem hægt er að vera með frystiskápa/kistur. 

Nánar um húsið: 
Engihjalli 19 er partur af fjölbýlishúsahverfi í Kópavogi sem byggðist upp á Kópavogshálsi á 8. og 9. áratugnum og fékk nafnið Engihjalli sem er eitt af götuheitunum sem vísa til náttúru- og landfræðilegra einkenna svæðisins. Byggingin er 8 hæða, reist 1979 og er skipulag íbúða og sameiginlegra þátta talið til fyrirmyndar. Í húsinu er lyfta og ég hverri hæð er sér þvottahús fyrir íbúa hverrar hæðar fyrir sig. 
Hverfið virðist vera byggt upp með hugmyndafræði sem leggur áherslu á umhverfisvæna ferðamáta eins og hjólreiðar, almenningssamgöngur og vegna góðrar göngu- og hjólastíga þá getur hverfið hentað vel þeim sem vilja ferðast án bíls eða með lágum akstursþörfum. Virk íbúasamtök starfa með það í huga að gera hverfið að góðum stað til búsetu.

Um er að ræða vandaða og vel skipulagða eign í þessu rótgróna hverfi í Kópavogi. Stutt er í fallegar gönguleiðir og í þægileg nálægð við útvistar- og náttúrusvæðið í Kópavogsdal en það er stórt og fjölbreytt útivistarsvæði þar sem meðal annars Kópavogslækurinn rennur í gegnum dalinn. Þar eru göngu- go hjólastígar, bekkir, æfingatæki og svæði til slökunar. Stutt er í þjónustu, verslanir, grunn- og leikskóla. Þjónustukjarninn á og í kringum Smiðjuveg bíður upp á mjög fjölbreytta og margvíslega þjónustu ásamt Mjóddinni sem er skammt undan. Gott aðgengi út á helstu umferðaræðar og stutt í Mjóddína með almenningssamgöngur og strætótengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins. Þetta er eign sem vert er að skoða!

Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið.

Allar nánari upplýsingar um eignina veita Hera Björk Lgf.
Hera Björk, löggiltur fasteignasali í síma 774-1477 eða á netfangið herabjork@remax.is 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk

_________________________________
Ertu í fasteignahugleiðingum?

Ég hef starfað við Fasteignasölu frá janúar 2017 þegar ég ákvað að venda mínu kvæði í kross og hefja störf sem fasteignasali. 
Ég legg mig fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur. Hjá mér færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga.
Hafðu samband í dag í síma: 774-1477 eða á netfangið herabjork@remax.is 
RE/MAX Ísland logo
Við vinnum fyrir þig
Hafðu samband
skrifstofa@remax.isS: 4777777
Skeifunni 17
kt. 480506-0810
Hlekkir
Samfélagsmiðlar
© Copyright 2025 - RE/MAX Ísland
Knúið af
Fasteignaleitin