Erling Proppé lgf. & REMAX kynna fallega og bjarta tveggja herbergja íbúð á 2.hæð í fallegu lyftuhúsi við Síðumúla 39 í Reykjavík
*** Fasteignamat næsta árs 62.850.000 ***// Sérsmíðaðar fallegar innréttingar
// Mikil aukin lofthæð
// Innfelld lýsing - óbein lýsing meðfram lofti í alrými
// Stórar sameiginlegar þaksvalir
// Bílastæði og inngangar á suður, vestur og norður hlið hússins.
// Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustuÍbúðin skiptist í forstofu/gang, baðherbergi, svefnherbergi ásamt eldhús og stofu í samliggjandi rými með útgengi út á suður svalir. Nánari lýsing: Harðparket á gólfum að undanskildu baðherbergi en þar eru flísar. Forstofa: Rúmgóður fataskápur.
Baðherbergi: Mjög rúmgott. Flísalagt í hólf og gólf, flisar frá Álfaborg. Innréttingar með mattri viðarklæðningu, speglaskápar á vegg fyrir ofan vask. Skápur með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, klæddur með mattri viðarklæðningu. Walk in sturta, handklæðaofn og upphengt salerni.
Svefnherbergi: Rúmgott herbergi með mjög góðum fataskápum.
Stofa: Bjart og rúmgott rými með mikilli lofthæð. Loftin eru með innbyggðri lýsingu ásamt óbeinni lýsingu meðfram lofti. Útgengt út á góðar suðursvalir.
Eldhús: Opið og skemmtilegt rými samliggjandi stofunni, innréttingin er vönduð og er frá Voke. Efri skápar sprautulakkaðir neðri skápar með mattri viðarklæðningu, brautir og lamir með ljúflokun. AEG blástursofn, spanhelluborð ásamt gufugleypi.
Geymsla: 3,6 fm geymsla staðsett í sameign hússins.
Hjóla og vagnageymsla: Staðsett í sameign.
Mikið hefur verið lagt í hönnun hússins jafnt að utan sem innan. Innréttingarnar eru sérsmíðaðar frá Formus / Voke en allar innréttingar og lýsingar eru hannaðar af innanhúsarkitektinum Hallgrími Friðgeirssyni innanhúsarkitekt. Aðalhönnuður hússins er Jakob Líndal á Alark arkitektar.
Allar nánari upplýsingar:
Erling Proppé lgf. sími 690-1300 eða erling@remax.isKostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. REMAX bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.