** HÆGT ER AÐ ÓSKA EFTIR SKOÐUN HÉR ** Þórdís Björk Davíðsdóttur löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna:Einstaklega björt, rúmgóð og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með afgirtum palli til suðurs og sér stæði í lokaðri bílageymslu.
Eignin er í sérlega snyrtilegu fjölbýli með lyftu og einstaklega barnvænu hverfi.
Leik- og grunnskóli eru í göngufæri og er stutt í alla helstu þjónustu, t.a.m verslanir, íþróttaiðkun og heilsugæslu.
Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 96,4 fm sem skiptist í íbúðarrými 89,2 fm, geymslu 6,3 fm og einnig fylgir eigninni stæði í lokaðri bílageymslu merkt B34 með hleðslustöð á leigu frá ON í bílastæðinu. SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS * Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026 er kr. 73.050.000.- *** Stór afgirt suður verönd - ca 50-55 fm
* Herbergin eru rúmgóð og bæði með fataskápum
* Sér stæði í bílageymslu með rafhleðslu sem hver íbúð leigir frá ON
* Þvottastæði í bílageymslu
* Einstakllega fallegar gönguleiðir eru allt um kring. SMELLTU HÉR - skoða eignina í - 3D SMELLTU HÉR - skoða eignina í 3D - ÁN HÚSGAGNA 3D er = OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR Ekki þarf sérstakt forrit til að skoða eignina í 3D.Innan íbúðar er forstofa, eldhús, stofa, borðstofa, tvö herbergi, baðherbergi og þvottahús. Nánari lýsing eignar:Forstofa er með flísum á gólfi og góðum fataskápum.
Herbergi I er mjög rúmgott með parketi á gólfi, góðum fataskáp og glugga til norðurs.
Herbergi II er hjónaherbergið sem er mjög rúmgott með góðum fataskáp, parketi á gólfi og glugga til norðurs.
Baðherbergið er sérlega snyrtilegt með baðkari m/sturtugleri, upphengdu salerni, innréttingu undir og við handlaug og flísar á gólfi og upp á veggi.
Þvottahúsið er á móti baðherberginu og eru nokkuð rúmgott með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, flísum á gólfi og skol-vaski.
Eldhús, stofa og borðstofa eru í rúmgóðu, opnu og mjög björtu rými.Eldhúsið er á hægri hönd með fallegri viðarlitaðri L-laga innréttingu með góðu skápaplássi, tengi fyrir uppþvottavél, háfi yfir helluborði og parketi á gólfi.
Stofa- og borðstofa eru í opnu björtu rými með parketi á gólfi og útgengi á stóra, skjólgóða afgirta verönd til suðurs.
Fallegt útsýni er upp í Heiðmörk og víða frá verönd. Sér geymsla íbúðar er 6,3 fm er í kjallara sameignar.
Í
sameign er hjóla- og vagnageymsla sameiginleg fyrir Helluvað 11 og 13.
Leik- og grunnskóli eru í göngufæri og er stutt í alla helstu þjónustu - verslanir, íþróttaiðkun og heilsugæslu.
Garður / Lóð er í sameign Helluvað 7 - 21
Um er að ræða vel skipulagða og rúmgóða eign með útsýni af verönd í einstaklega barnvænu hverfi.Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið thordis@remax.is- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: · Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar)af heildarfasteignamati.
· Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
· Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
· Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk