Pétur Ásgeirsson og Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu: Vel skipulagða fimm herbergja, 119,5 fermetra íbúð við Blöndubakki 109 Reykjavík
Eignin skiptist í íbúð 102 fm, íbúðarherbergi á jarðhæð 11,3 fm. geymsla 6,2 fm, samtals 119,5 fm. Í sameign er Þvotta, þurrk og hjólageymsla.
Auka herbergi í kjallara sem er mjög snyrtilegt og rúmgott með aðgang að snyrtingu og möguleika á útleigu.// Útleiguherbergi.
// Íbúðin litur mjög vel út.
// Frábær staðsetning.
// Stór garður.
// Glæsilegt útsýni.
Hér getur þú gengið í gegnum eignina í 3DÞað sem er búið að gera á síðustu árum.
- Skipt um innihurðir og hurð fram á gang.
- Skipt um allt eldhúsið.
- Skipt um allt inni á baði og þvottahúsi. Allt flísalagt og nýjar eikar innréttingar á baði og hvítar innréttingar í þvottahúsi.
- Sett var nýtt baðkar 2024 og nýjar flísar utan á bað og klósettkassan. Einnig settar nýjar borðplötur á bað- og þvottahús innréttinguna.
- Allir ofnar endurnýjaðir í apríl 2025.
- Vegna vatnstjóns sem gerðist í febrúar 2025 var sett nýtt eikarparket á alla íbúðina nema inni í fataherbergi.
- Allar rúður í lagi voru settar nýjar 2013.
- Settir nýir gluggar og gler í barnaherbergjum 2024.
- Allt nýmálað nú í vor.
- Herbergi í kjallara nýmálað, nýtt plastparket og nýr fataskápur gert í apríl 2025.
- Dren var tekið allt í gegn ca 2015-2017.
Nánari lýsing:Hol: Rúmgott, tengir alla íbúðina, parket á gófli og með fataskáp.
Stofa: Parket á gólfi, rúmgóð og björt, útgengt á vestur svalir. Mikið útsýni.
Eldhús/borðkrókur: Ljós eldri innrétting með miklu skápa plássi, flísalagt milli efri og neðri skápa. parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og með fataherbergi.
Barnaherbergi 1: Er með parket á gólfi og fataskáp.
Barnaherbergi 2: Er með parket á gólfi.
Herbergi 3: Er í kjallara, parket á gólfi og með fataskáp.
Baðherbergi: Ljósar flísar á veggjum gólfi, eikarinnrétting, baðkar með sturtu.
Þvottahús: Inn af baðherbergi með fallegri innréttingu og með góðri vinnuaðstöðu.
Geymsla: í sameign og er með hillum.
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla er í sameign.
Lítil geymsla eða búrskápur er innan ibúðar.
Húsið er mjög vel staðsett og eru bæði leikskóli, grunnskóli og verslun í göngufæri.
Húsinu hefur verið vel við haldið. Stór lóð með leiktækjum.
Nánari upplýsingar gefur Pétur Ásgeirsson löggiltur fasteignasali í síma 893-6513 / petur@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.