Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:Glæsileg þriggja herbergja íbúð á 1.hæð, eignin er skráð tveggja herbergja en búið er að koma fyrir svefnherbergi í hluta af stofu, eignin er á frábærum stað í Urriðaholti með verönd og stæði í lokaðri bílageymslu. Stutt er í Skóla, leikskóla og kaffihús. Húsið er byggt af ÞG verk 2019. Frábær fyrstu kaup. Birt stærð skv. Þjóðskrá Íslands: 72,0 m2, þar af geymsla 9,2m2.
Bókið skoðun hjá Gumma Júl í síma 858-7410 eða með tölvupósti á netfangið gj@remax.is eða á Ástþór Reyni í síma 899-6753 eða með tölvupósti á netfangið arg@remax.isNánari Lýsing:Forstofa: Háir hvítir skápar frá GKS.
Stofa/borðstofa: Opin og björt, útgengt á sérafnotareit með 8,4 m2 timburverönd.
Eldhús: Hvít innrétting frá GKS með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, upphengdur gufuháfur er yfir eyju.
Baðherbergi: Hvít innrétting frá GKS, vegghengt salerni, handklæðaofn og innrétting fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart með háum hvítum skápum frá GKS.
Svefnherbergi II: Búið er að stúka af barnaherbergi inn af stofu.
Geymsla: Í kjallara og er 9,2 m2.
Bílastæði: Í lokaðri bílageymslu, búið er að setja upp veggstæði fyrir hleðslustöð.
Gólfefni: Harðparket frá Parka er á öllum rýmum nema á baðherbergi, þar eru flísar frá Álfaborg.
Frábær staðsetning í Urriðaholti með verönd og stæði í lokaðri bílageymslu. Stutt er í Skóla, leikskóla og kaffihúsAllar nánari upplýsingar um eignina veitir: Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma
858-7410 eða gj@remax.is
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma
899-6753 eða arg@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.