RE/MAX Ísland logo
Opið hús:20. jan. kl 17:00-18:00
Skráð 16. jan. 2026
Söluyfirlit

Sæbólsbraut 14

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
309.5 m2
10 Herb.
8 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
181.900.000 kr.
Fermetraverð
587.722 kr./m2
Fasteignamat
166.650.000 kr.
Brunabótamat
144.050.000 kr.
RE/MAX
Mynd af Þórdís Björk Davíðsdóttir
Þórdís Björk Davíðsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1985
Þvottahús
Garður
Útsýni
Gæludýr leyfð
Tveir inngangar
Fasteignanúmer
2065520
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
skipt um lekal. 2025
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Endurn.að hluta á efri hæð
Þak
Endurn.JárnogPappi fyrri eigendur
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Austur
Upphitun
Hitaveita / gólfhiti sjá lýsingu
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Barn hefur krotað á parket í einu herberginu uppi. Raki kominn í málningu neðst við gólf í 2 herb. í kjallaraíbúð. Þarf að moka upp og drena húsið á þeim gafli. Kítti var orðið lélegt við sturtubotn á baðherbergi uppi og lak því undir sturtubotn og sáust bólgur neðst við gólfið í herbergi. Mögulega þarf að hreinsa flísar af og opna vegginn til að laga.
**  HÉR GETUR ÞÚ BÓKAÐ SKOÐUN Á EIGNINA **

Þórdís Björk Davíðsdóttir, löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna - NÝTT Í SÖLU - 5 rúmgóð svefnherbergi innan íbúðarrýmis.
Einstaklega rúmgott og vel skipulagt endaraðhús á þremur hæðum á eftirsóttu svæði á Kársnesinu í Kópavogi. Eignin býður upp á fjölbreytta möguleika, þar á meðal sér íbúð í kjallara með sérinngangi, og hentar því vel stórum fjölskyldum eða þeim sem vilja hafa auka rými til útleigu, skrifstofu eða fyrir unglinginn. Nýlega endurbætt leiksvæði fyrir börn er innan við 50 metra göngufæris og gervigrasvöllur í ca 100 metra göngufæri.
Samkvæmt skráningu er heildarflatarmál eignarinnar 309,5 fm, þar af er bílskúr 22,2 fm.
Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk, löggiltur fasteigna- og skipasali hjá RE/MAX s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið: thordis@remax.is alla daga.

Framkmvæmdir seljenda:
   2023 - 25 - Pallur smíðaður og heitur pottur settur í garð
   2024 -        Nýr háfur í eldhúsi 
   2024 - 25 - Grindverk endurnýða að hluta
   2025 - des  Í kjallara -Nýtt eldhús og nýjar innihurðirr
   2025 - júlí    Steyptur veggur á lóðarmörkum
   2025 -         Blöndunartæki í eldhúsi endurnýjuð


   SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT sent til þín samstundis
 
   SMELLTU HÉR - skoða aðalhæð og efrihæð í - 3D - Með húsgögnum
   SMELLTU HÉR - skoðaaðalhæð og efrihæð í - 3D - ÁN húsgagna
   SMELLTU HÉR - skoðaðu hér í video

Á aðalhæð hússins sem er merkt 0101 er forstofa, gestasalerni, eldhús, borðstofa, stofa og sjónvarpsstofa.
Forstofa með fataskápum og flísum á gólfi. Sérsmíðuð innfelld rennihurð til að loka forstofunni. 
Gestasalerni við forstofu er með eikarinnréttingu undir handlaug, opnanlegu fagi á glugga og flísum á gólfi. Gólfhiti er í forstofu og á gestasalerni.
Í eldhúsi er sérsmíðuð eikarinnrétting með góðu skápa-geymsluplássi og veggföstu borði í borðkrók. Öll tæki eru frá Miele, nema háfur er frá Siemens og var endurnýjaður 2024 en blöndunartæki við vaski 2024.
Borðstofa, stofa og sjónvarpsstofa í opnu, björtu, rúmgóðu rými og er fallegur arinn í stofunni. Parket er á gólfi í stofu og borðstofu en flísar í sjónvarpsstofu og er gólfhiti þar. Útgengt úr sjónvarpsstofu í afgirtan garð.
Parketlagður steyptur stigi er á milli hæða með gleri og eikarhandriði.

Á efri hæð hússins sem er merkt 0201 eru fjögur stór svefnherbergi með mikilli lofthæð og rúmgott baðherbergi. Skipulag er með tveimur herbergjum austan megin, baðherbergi í miðju og tveimur herbergjum vestan megin.
Austan megin:
Herbergi I er mjög rúmgott barnaherbergi með fataskápum skápum og parketi á gólfi. Ath: barn hefur krotað á gólfið og ætti að vera hægt að fjarlægja það með pússun á parketi.
Herbergi II er hjónaherbergið – mjög rúmgott með góðum fataskápum og parketi á gólfi.
Útgengt er á austursvalir úr báðum herbergjum. Gluggar og svalahurðir á austurhlið efri hæðar hafa verið endurnýjaðar - 2024.
Vestan megin:
Herbergi III og IV eru bæði mjög rúmgóð með sérsmíðuðum fataskápum undir súð og parketi á gólfi.
Baðherbergi er rúmgott með sérsmíðaðri innréttingu undir og við handlaug, upphengdu salerni, opnanlegu fagi á glugga til norðurs, sturtu og lokuðum skáp með tengi fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Dökkar flísar eru á gólfi en hvítar á þremur veggjum. Gólfhiti á baðherbergi.
Kjallari innan íbúðarrýmis - Herbergi V er mjög rúmgott sem hentar vel fyrir ungling, gesti eða bara sem skrifstofa. Parket er á gólfi.
Seljendur hafa nýverið útbúið herbergi í kjallara sem er aðgengilegt niður stiga og er aðskilið með vegg frá kjallaranum.
--------
   SMELLTU HÉR - skoða eignina í - 3D - Með húsgögnum

   SMELLTU HÉR - skoða eignina í - 3D - ÁN húsgagna
   SMELLTU HÉR - skoðaðu video af kjallaranum

Íbúð í kjallara sem er merkt 0001 með sérinngangi, er í dag skipulögð sem: forstofa, gangur, þrjú góð herbergi, eldhús, þvottahús og baðherbergi. Parket er á öllum rýmum nema forstofu, eldhúsi og votrýmum.
Herbergin eru öll í svipaðri stærð. Eldhúsið er mjög rúmgott með hvítri innréttingu og geta öll tæki og húsgögn sem eru á myndum kjallaraíbúðar fylgt með eigninni. Innaf eldhúsinu eru þvottahúsið og rýmir vel þvottavél og þurrkara.
- Nánari upplýsingar um útleigumöguleika gefur fasteignasali - Í kjallaranum er eldhúsinnrétting nýleg og allar innihurðar þar.
--------
Bílskúr, lóð og útisvæði

Bílskúr 22,2 fm, upphitaður, með rafdrifinni hurð, sérinngangshurð og vaski. Hellulögð innkeyrsla með snjóbræðslu í bílastæðum á lóðinni.
Afgirtur garður vestan megin við húsið með timbur verönd og heitum potti.
2025 var steyptur veggur að lóðarmörkum og um 80% af grindverki endurnýjað. Ekki hefur verið gengið endanlega frá hluta grindverks og hluta lóðar; kaupendur taka við eigninni í því ástandi sem hún er, bæði innan sem utan.
Samantekt - Fjölskyldueign
Einstaklega rúmgott, vel skipulagt endaraðhús á eftirsóttu svæði á Kársnesinu, með fjölmörgum svefnherbergjum, fallegum útisvæðum og sér íbúð í kjallara. Eignin býður upp á mikla möguleika fyrir stóra fjölskyldu eða fjölnota búsetu.
Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk, löggiltur fasteigna- og skipasali hjá RE/MAX s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið: thordis@remax.is alla daga.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat.

 
Heimasíða RE/MAX
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar)af heildarfasteignamati.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 3.800 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
 
2.2 m2
Fasteignanúmer
2065520
Númer hæðar
01
Númer eignar
02

Sambærilegar eignir

Opna eign
Image
Opna eign
Bæjartún 4
200 Kópavogur
348.4 m2
Einbýlishús á tveimur hæðum
937
536 þ.kr./m2
186.900.000 kr.
RE/MAX Ísland logo
Við vinnum fyrir þig
Hafðu samband
skrifstofa@remax.isS: 4777777
Skeifunni 17
kt. 480506-0810
Hlekkir
Samfélagsmiðlar
© Copyright 2026 - RE/MAX Ísland
Knúið af
Fasteignaleitin