BÓKIÐ EINKASKOÐUNNÁNARI UPPLÝSINGAR FÆRÐU HJÁ GUÐNÝJU ÞORSTEINS Í SÍMA 7715211 EÐA GUDNYTH@REMAX.IS
SMELLELLTU HÉR OG SJÁÐU ÞESSA FALLEGU EIGN
SMELLTU HÉR OG SKOÐAÐU EIGNINA Í 3D (ekki er þörf á frekari forriti)
RE/MAX og GUÐNÝ ÞORSTEINS löggiltur fasteignasali, kynna í einkasölu: 3ja herbergja 104,7fm íbúð með
sérinngangi á jarðhæð í góðu fjölbýli byggðu 2001 við Hamravík 24 í Reykjavík. Íbúðin er með afgirtum sérafnotareiti til suðurs inn í bakgarð hússins. Þvottaherbergi innan íbúðar. Sérgeymsla á jarðhæð sem er 10,3fm að stærð og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Lóðin er snyrtileg með afgirtri tyrfðri baklóð og sameiginlegum bílastæðum fyrir framan hús. Hellulögð stétt fyrir framan hús með snjóbræðslu að hluta til.
Staðsetning eignarinnar er afar góð á eftirsóknarverðum stað í Víkurhverfi í Reykjavík þaðan sem stutt er í grunnskóla, leikskóla, menntaskóla, íþróttasvæði, golfvöll, Egilshöll auk verslunar, þjónustu og veitingastaði. Glæsilegar hjóla- og gönguleiðir í nágrenni við náttúruna, fjöruna og sjóinn.
Nánari lýsing eignar:Sérinngangur.Forstofa: Er rúmgóð, flísalögð og með góðum skápum.
Eldhús: Með góðu skúffu- og skápaplássi, flísum á milli skápa og gluggi til suðurs, bakaraofni og keramik helluborði, tengi fyrir uppþvotta ásamt borðkróki, dúkur á gólfi.
Stofa: Er rúmgóð og björt með borðstofu og útgangi út á afgirtan sólpall sem snýr til suðurs. Parketi á gólfi.
Sólpallur: Er 43,5fm, afgirtur og snýr í suðvestur.
Herbergi I: Er með fjórföldum skápum. Parketi á gólfi.
Herbergi II: Er með parketi á gólfi.
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf með rúmgóðri innréttingu, baðkari með sturtu í ásamt handklæðaofni.
Þvottahús: Er með góðu geymsluplássi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara ásamt útloftun. Dúkur á gólfi.
Sér geymsla: Er staðsett á jarðhæð er 10,3fm að stærð (merkt 102).
Sameiginleg vagna- og hjólageymsla: Er staðsett á jarðhæð hússins. Málað gólf og hjólasnagar.
Gert er ráð fyrir 2 bílastæðum á hverja íbúð - búið er að setja upp 4 hleðslustöðvar með 8 tengingum (hver með 2 tengingar).
2023/2024 - Þak yfirfarið (blettað og naglar yfirfarnir)
Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Guðný Þorsteins löggiltur fasteigna- og skipasali í sima 771-5211 eða á netfangið gudnyth@remax.is.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Re/Max því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, 69.900 kr. m.vsk.