Þórdís Björk Davíðsdóttur löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna: Einstaklega vel staðsett eign með tveimur 3ja herbergja íbúðum, stórum innangengum bílskúr og samþykktum teikningum fyrir íbúð 0201.
Íbúðirnar eru á sér fastanúmerum og eru báðar; 3ja herbergja með sér inngangi. Samþykktar teikningar sýna íbúð 0201 einnig með sér inngangi austan megin við húsið.
Laugarneshverfið er eitt vinsælasta og rótgróna hverfi á Höfuðborgarsvæðinu og er þetta því einstakt tækifæri hvort sem um er að ræða breytingar, það að opna á milli íbúða eða byggja ofan á húsið og eiga möguleika á þremur íbúðum á sér fastanúmerum + bílskúr.
Íbúð 0101 er að mestu leiti upprunaleg og hefur seljandi ekki búið í eigninni til langs tíma þar sem hún hefur verið í útleigu,
en íbúð 0001 hefur öll fengið yfirholningu í gegnum árin og eigendur búið í eigninni.
Húsið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá byggingu þess og þekkja seljendur því vel sögu hússins. Gróinn afgirtur garður er í kringum húsið og er sérlega skjólgóður. Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar samtals: 184,5 fm sem skiptist í íbúðarrými 0101- 75,0 fm, íbúðarrými 0001- 109,5 fm og þar af er innangengur bílskúr 44,2 fm.Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið thordis@remax.isSMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT sent til þín samstundis FRAMVÆMDIR SELJENDA: - 1988 var skipt um alla glugga í íbúði 0101
- 1989 var skipt um alla glugga í íbúði 0001
- 2005 var baðherbergið endurnýjað í íbúð 0001
- 2008 var eldhúsið endurnýjað í íbúð 0001
- 2022 skipt um allar ofnalagnir í íbúð 0001
- 2024 var skipt um parket á íbúð 0001 og 3 innihurðir - hvítar yfirfelldar frá Birgisson ehf.
Nánari lýsing eignar: Um er að ræða 2 x 3ja herbergja íbúðir með sér inngangi, á sér fastanúmerum og bílskúr fylgir íbúð kjallara (ásamt byggingarrétti ofan á íbúðarhúsið) og er hann innangengur úr íbúðinn. Seljendur vilja helst selja húsið í heild sinni sem stendur.
--------------------------------
Neðri hæð - Fastanr.201-9415:
--- Smelltu HÉR til að skoða íbúð 0001 + bílskúr í - 3D - Með húsgögnum
--- Smelltu HÉR til að skoða íbúð 0001+ bílskúr í - 3D - án húsgagnaÍ séreign íbúðar eru forstofa, köld geymsla, gangur, baðherbergi, tvö herbergi, eldhús, stofa, þvottahús og bílskúr.
Forstofan er björt, með fatahengi, skóskáp og flísum á gólfi.
Köld geymsla með hillum er hægra megin inn úr forstofunni. Glerhurð aðskilur forstofu og ganginn.
Gangurinn sem er miðrými íbúðar er með ljósu nýlegu harðparketi á gólfi og góðum fataskápum.
Eldhúsið var allt endurnýjað 2008 með dökkri innréttingu frá IKEA með mósaík flísum á milli skápa og ljósi undir efri skápum sem ná upp í loft. Í innréttingu er gott skápapláss, sambyggð eldavél/bakaraofn, háfur yfir eldavél, tengi fyrir uppþvottavél, veggfast háborð og gluggi til loftunar. Uppþvottavél og ísskápur geta fylgt með.
Stofan er nokkuð björt og rúmgóð með ljósu nýlegu harðparketi á gólfi.
Herbergi I er hjónaherbergið sem er með upprunalegum góðum fataskápum, veggfastri IKEA skápaeiningu og nýlegu harðparketi á gólfi.
Herbergi II er notað sem skrifstofa í dag og
er með veggfastri IKEA skápaeiningu og nýlegu harðparketi á gólfi.
Baðherbergið var endurnýjað 2005 og er með flísalagðri sturtu, salerni, góðri innréttingu undir og við handlaug, handklæðaofni, glugga til loftunar og flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahúsið er á milli bílskúrs og baðherbergis og er gott rými bæði fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi er til loftunar og er hitaveituinntakið í þvottahúsinu.
Bílskúrinn er innangengur úr íbúð og er hann skráður 44,2 fm m/gryfju, rafdrifinni hurð 2,55 m á hæð (frá þröskuldi og upp í málmþéttikantinn efst), góðu geymsluplássi og er einnig með auka salernisaðstöðu í skúrnum. Skipt var um allar sperrur, klæðningu og einangrað þakið á bílskúrnum. Þakið er með einföldu pappalagi (asfalt) og var þetta gert 2023. Gluggar í bílskúrnum eru með einföldu gleri.
--------------------------------Efri hæð - Fastanr.201-9416: --- Smelltu HÉR - til að skoða íbúð 0101 í - 3D
Í séreign íbúðar eru forstofa, gangur, baðherbergi, eldhús, tvö svefnherbergi og stofa.
Forstofan er björt, með fataskápum og Terrazo-steyptu gólfi - sem er upprunalegt.
Gangur sem er miðrými íbúðar er með ljósu parketi á gólfi.
Baðherbergi er að mestu upprunalegt og er baðkar, salerni, skápur undir handlaug (hefur verið endurnýjað), salerni (hefur verið endurnýjað), gamlir skápar á vegg og Terrazo-steypt gólfið er upprunalegt.
Eldhúsið er með upprunalegri innréttingu og dúki á gólfi.
Hjónaherbergið er með upprunalegum skápum og dúki á gólfi.
Stofan er nokkuð björt og rúmgóð með ljósu parketi á gólfi.
Svefnherbergi er bjart og rúmgott með ljósu parketi á gólfi.
Geymslan er innst á ganginum og er stigi þaðan upp á
háaloft hússins sem er sameign en íbúð 0101 hefur þó einungis nýtt það.
Sameign þessara tveggja íbúða er gróinn garðurinn í kringum húsið. Lóðin er 487,5 fm að stærð. Íbúð 0001 smíðaði pall við glugga íbúðar 0001 alfarið á sinn kostnað.
Samþykktar teikningar frá 1983 liggja fyrir til þess að byggja ofan á húsið m/sér inngangi á austur hlið hússins. Sjá samþykktar teikningar á borgarvefsjá.is -
Smella HÉR ATH: Íbúð 0001 á byggingarrétt á íbúð ofan á húsið og er sérinngangur austan megin við húsið. Við það mun háaloftið fara.
Um er að ræða einstakt tækifæri til þess að útbúa einbýlishús í þessu fallega hverfi eða útbúa vel útbúnar - 3 íbúðir sem eru einstaklega vel staðsettar í þessu vinsælu hverfi.
Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið thordis@remax.is
- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat. Heimasíða RE/MAXGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: · Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar)af heildarfasteignamati.
· Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
· Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
· Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk