RE/MAX Ísland logo
Opið hús:22. júlí kl 18:00-18:30
Skráð 8. júlí 2025
Söluyfirlit

Byggðarholt 20

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Mosfellsbær-270
180.8 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
159.800.000 kr.
Fermetraverð
883.850 kr./m2
Fasteignamat
117.350.000 kr.
Brunabótamat
94.780.000 kr.
RE/MAX
Mynd af Jón Norðfjörð
Jón Norðfjörð
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1977
Þvottahús
Sérinngangur
Fasteignanúmer
2082945
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Gott
Raflagnir
Gott
Frárennslislagnir
Gott
Gluggar / Gler
Gott
Þak
Gott
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
RE/MAX og Jón Norðfjörð löggiltur fasteignasali kynna fallegt og mikið endurnýjað einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr við Byggðarholt 20 í Mosfellsbæ. Húsið stendur á 965 fm lóð sem er fallega gróin og vel við haldið, bílastæði og stígar hellulagðir, með snjóbræðslu og 15 fm geymsluskúr er á lóðinni.
Birt stærð eignar eru 180,8 m2, þar af íbúð 161,0 m2 og bílskúr 19,8 fm.

 Húsið skiptist í forstofu, gang, stofu og borðstofu, eldhús, sólstofu, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, þvottahús og bílskúr. Loft eru upptekin í flestum rýmum og því góð lofthæð í húsinu. 
Timburverönd er suðvestan og norðaustan við húsið. Húsið er vel staðsett í vinsælu og grónu hverfi í Mosfellsbæ, stutt í vinsælar gönguleiður, skóla, leikskóla, verslun og alla helstu þjónustu.
**Nánari upplýsingar veitir Jón Norðfjörð löggiltur fasteignasali í síma 693-9919 eða á jon@remax.is**

Hér má nálgast söluyfirlit



Nánari lýsing:
Forstofa er með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Stofa, borðstofa og gangur eru með gegnheilu parketi á gólfi. Í lofti er nýleg innfelld lýsing sem stýra má með appi. Innangengt í bílskúr og þvottahús úr stofu.
Eldhús var endurnýjað 2022 og hannað af Rut Kára. Sér smíðuð innrétting frá Smíðaþjónustunni. Innbyggð uppþvottavél, tvöfaldur ísskápur, tveir ofnar, gaseldavél og háfur. Flísar eru á gólfi með gólfhita. Innfelld lýsing í lofti.
Baðherbergi var endurnýjað 2016 og er flísalagt í hólf og gólf, með gólfhita. Fallegar innréttingar frá HTH. Vegghengt salerni, handlaug, sturta og baðkar.
Hjónaherbergi er með parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi II er með parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi III er með parket á gólfi.
Sólskáli er inn af borðstofu, gengið niður tvö þrep. Parket er á gólfi með gólfhita. Innfelld lýsing í lofti. Útgengt í bakgarð um svalahurð. Innangengt í bílskúr og þvottahús.
Þvottahús er með flísum á gólfi, góðum innréttingum með góðu skápaplássi, vaski og vinnuborði. Útihurð er í þvottahúsi sem hægt er að nota sem annan inngang í húsið.
Bílskúr er í dag nýttur sem svefnherbergi og lítil stofa og býður upp á mikla möguleika. Flísar á gólfi og gólfhiti. Útgengt er úr bílskúr um svalahurð.

Innkeyrsla og stígur að útihurð eru hellulögð með snjóbræðslu kerfi. Hleðslustöð fyrir rafbíla er við innkeyrslu.
Garðurinn snýr í suðvestur og norðaustur og er gróinn og fallegur með timburveröndum beggja vegna húss. Philips Hue lýsing er í garði norðaustan megin.
Öryggis- og brunakerfi tengt Securitas fylgir húsinu.

Eignin hefur fengið mikið og gott viðhald fagmanna á undanförnum árum. Helstu framkvæmdir samkvæmt uppl. seljanda: Eldhús var endurnýjað 2022. Baðherbergi var endurnýjað 2016. Skipt um pappa og járn á þaki ca. 2007. Þak yfirfarið 2019. Neysluvatnslagnir hafa verið endurnýjaðar á s.l. 10 árum. Frárennslislagnir hafa verið endurnýjaðar. Búið er að endurnýja raflagnir og rafmagnstöflur. Rafmagnstöflur eru þrjár; fyrir íbúðarrými, bílskúr og þvottahús og fyrir garðinn. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
 
Byggt 1977
19.8 m2
Fasteignanúmer
2082945
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Brunabótamat
8.880.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
RE/MAX Ísland logo
Við vinnum fyrir þig
Hafðu samband
skrifstofa@remax.isS: 4777777
Skeifunni 17
kt. 480506-0810
Hlekkir
Samfélagsmiðlar
© Copyright 2025 - RE/MAX Ísland
Knúið af
Fasteignaleitin