RE/MAX og Bára Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali kynna: Hraunbæ 40, 110 Reykjavík. SÉRMERKT BÍLASTÆÐIVirkilega falleg og stílhrein og mikið endurnýjuð tveggja herbergja íbúð með suður svölum, sérmerktu bílastæði og geymslu. Þessi eign er í rólegu hverfi í Árbæ með fallegum gönguleiðum í allar áttir þar sem stutt er í skóla, leikskóla, sundlaug, og alla helstu þjónustu.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 59 m² sem skiptist í 53,5 m² íbúð og 5,5 m² geymslu.
Skráð byggingarár er 1967.
Í sameigninni er þvottahús, hjóla- og vagnageymsla.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir 2026 er: 46.450.000 kr
Fáðu sent SÖLUYFIRLIT hér.ERT ÞÚ Í SÖLUHUGLEIÐINGUM? Hafðu samband á
bara@remax.is eða í síma 773-7404 og fáðu FRÍTT verðmat á þína eign án skuldbindinga.
Nánari lýsing:
Eignin skiptist í: Opið eldhús með eyju og stofu/borðstofu, svalir, baðherbergi, svefnherbergi og geymslu.
Íbúðin var tekin í gegn 2022: Eldhús: Veggur milli stofu og eldhúss tekinn niður. Nýjar innréttingar, blöndunartæki og raftæki, eldhúseyja sett upp með steini frá Rein. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél, innfelldir kastarar og hangandi ljós yfir eyju.
Baðherbergi: Nýjar innréttingar, flísar, walk in sturta, upphengt salerni og ný blöndunartæki. Innfelldir kastarar.
Nýtt parket í alrými og svefnherbergi.
Nýjir ofnar og fataskápar.
Hurðar lagaðar og málaðar.
Uppgert frá fyrri árum:2020 var skipt um þak
2018 settir upp nýjir ál/tré gluggar. Suðurhlið hússins klædd með steni, duropal á svölum og blikk vatnsbletti undir gluggum.
- Gengið er inn um sameiginlegan inngang og upp á þriðju hæð.
- Eldhúsið er í sameiginlegu rými með stofu/borðstofu. Eldhúsið var uppgert 2022 með nýjum innréttingum, blöndunartæki og raftæki, eldhúseyja sett upp með steini frá Rein. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél, innfelldir kastarar og hangandi ljós yfir eyju.
- Stofan er opin og björt með partketi á gólfi og stórum gluggum. Gengið er út á svalir sem snúa til suðurs með útsýni yfir fallega gróinn garð.
- Baðherbergið er nýuppgert, innréttingar, flísar, walk in sturta, upphengt salerni og ný blöndunartæki. Innfelldir kastarar.
- Svefnherbergið er bjart og rúmgott með partketi á gólfi, panel á vegg og góðum fataskápi.
- Sérgeymsla íbúðarinnar er í sameign hússins á jarðhæð.
- Sameiginlegt þvottahús, vagna- og hjólageymsla á jarðhæð.
Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:Bára Jónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
RE/MAX senter
Skeifan 17 / 108 Reykjavík
E-mail: bara@remax.is
Sími: 773-7404
Heimasíðan mínHeimasíða RE/MAXUm skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
· Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar) af heildarfasteignamati.
· Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
· Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.