RE/MAX Ísland logo
Skráð 19. sept. 2025
Söluyfirlit

Melabraut 16

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Seltjarnarnes-170
276.1 m2
Verð
Tilboð
Fasteignamat
78.000.000 kr.
Brunabótamat
130.500.000 kr.
Byggt 1959
Garður
Sameiginlegur
Fasteignanúmer
2067743
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Hitaveita.
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
!!Tækifæri fyrir verktaka!!
Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:
3 íbúðir í 4 íbúða húsi til sölu þar sem búið er að fá leyfi frá Seltjarnarnesbæ fyrir hækkun á húsinu. Leyfileg heildarstækkun 3 íbúða er upp á 106,3 fermetra sem skiptist upp í 7,3 fermetra vinstri íbúð niðri, 50,2 fermetra vinstri íbúð uppi og 48,8 fermetra hægri íbúð uppi. Samþykkt fyrir breytingum liggur fyrir frá fjórðu íbúðinni í húsinu. Einnig er búið að fá leyfi frá Seltjarnarnesbæ fyrir að setja stiga utan á húsið til að íbúðir uppi fái sérinngang, við það fá neðri íbúðir gamla andyrið niðri sem útskýrir 7,3 fermetra stækkun á þeim. Heildarstærð þessara 3ja íbúða verður 304 fm eftir breytingu.

Teikningar frá Arkitekt fyrir breytingum, verkfræðingi fyrir burði og byggingu ásamt raf- og píputeikningum fylgja. Verkfræðiteikningar voru settar upp m.v. að forsmíðaðar einingar væru smíðaðar fyrir breytingu og eru allar leiðbeiningar fyrir verksmiðju í þeim.  
 
Vinstri íbúð niðri:
Íbúð á 1.hæð
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er íbúðin skráð samtals 83 fm á jarðhæð (vinstri hlið). Eignin skiptist í 2 svefnherbergi, stofu, eldhús, baðherbergi, geymslu.
Anddyri með lítilli geymslu.
Rúmgott hol
Rúmgoð stofa með stórum gluggum.
Baðherbergið er með sturtuklefa, handklæðaofni, lítilli innréttingu og tengi fyrir þvottavél.
Eldhús er með góðri innréttingu, flísum á milli efri og neðri skápa, stórum glugga, tengi fyrir uppþvottavél og borðkrók.
Hjónaherbergi með góðu skápaplássi.
Rúmgott barnaherbergi. (svipað stórt og hjónaherbergi)
Gólfefni- Flísar eru á öllum gólfum nema svefniherbergjum.  
 
 
Vinstri íbúð uppi.
íbúð á 2. hæð og risloft 
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er íbúðin skráð samtals 109 fm á annari hæð og með risi (vinstri hlið) og er þar aðalhæðin 87,3 fm. að grunnfleti og innréttað risloft 25,6 fm auk rýmis undir súð sem ekki eru inni í skráðum fm.
Nánari lýsing; Komið er inn í opið, rúmgott hol með fataskáp, það tengir á skemmtilegan máta aðrar vistarverur íbúðarinnar. Sameiginlegur inngangur með íbúðinni á jarðhæð. Gengið er upp stiga upp á stigapall. 
Stofan er björt enda gluggar á tvo vegu, til vesturs og norðurs og má sjá út á sjó milli húsa í vesturátt.
Eldhúsið er nýlega uppgert með hvítri innréttingu með miklu bekk- og skápaplássi og góðri vinnuaðstöðu, gott rými fyrir borð og stóla fyrir 6 manns. Innfelld uppþvottavél og ísskápur. Góður gluggi snýr í austur og inn í garðinn.
Svefnherbergi eru tvö, rúmgott hjónaherbergi með góðum fataskápum og glugga.
Barnaherbergi er bjart, frístandandi skápar fylgja með.
Baðherbergi er rúmgott með baðkari, tengi fyrir þvottavél og nýlegri innréttingu, gólf er flotað og málað.
Frá stofunni er gengið upp á risloftið um nýlegan stiga sem nýtir vel plássið m.a. með innfelldum hirslum meðfram stigauppgangi.
Risloftið er bjart og opið alrými með 2 þakgluggum sem veita góða birtu inn í rýmið. Súðaskápar eru meðfram hliðum rýmisins með góðu geymsluplássi.
Risloftið býður upp á mikla möguleika hvort sem er sem sjónvarpsstofa, vinnuherbergi eða herbergi.
Íbúðin er afar björt og falleg og hefur verið mikið endurnýjuð síðan 2015, m.a. gólfefni, ofnar, raflagnir, blöndunartæki, innrétting á eldhúsi, hluti baðherbergis og allar innihurðir, stigi milli hæða og gólfefni á rislofti.
Í sameign hússins er lagnainntaksrými og þvottahús.
 
Hægri íbúð uppi:
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er íbúðin skráð samtals 111,1 fm á annari hæð og með risi (hægri hlið) og er þar aðalhæðin 87,6 fm að grunnfleti
og ris 23,5 fm auk rýmis undir súð sem ekki eru inni í skráðum fm.  
Nánari lýsing; Á hæðinni eru tvö herbergi, baðherbergi, eldhús, stofa og borðstofa. Íbúðin er 4. herbergja íbúð á 2. hæð og ris (rými 0201 og 0301)
Sameiginlegur inngangur með íbúðinni á jarðhæð. Gengið er upp stiga upp á stigapall. 
Baðherbergið var tekið í gegn 2022 og er ný innrétting og sturta. Tengi er fyrir þvottavél. Vatnslagnir á baðherbergi og eldhúsi hafa verið endurnýjaðar.
Eldhúsið er rúmgott með hvítlakkaðri HTH innréttingu, gráar flísar á milli innréttinga og eyja út frá vegg. Fallegur gluggi til suðausturs.
Í risi er eitt stórt herbergi og þvotthús, en risinu hefur verið lokað af og þarf að lagfæra samhliða þaki
 
Húsið þarfnast viðgerðar þar með talið þakið og eru áhugasamir kaupendur hvattir til að kynna sér ástand hússins vel, íbúðin er seld í því ástandi sem hún er. Lóðin er stór og gróin, góður timburskúr á baklóð þjónar sem hjólageymsla fyrir íbúa hússins.
Melabraut er róleg og fjölskylduvæn gata á besta stað á Seltjarnarnesi, leik- og grunnskóli í göngufæri, íþróttaaðstaða, öll þjónusta og gönguleiðir. 

Fyrir                   Merkt                Notkun      m2                                  
F2067741        01 0101           Íbúðareign   83.2            
F2067742        01 0102           Íbúðareign   83.2 
F2067743        01 0201           Íbúðareign   109.7 
F2067744        01 0202           Íbúðareign   111.1  
                                                                     387.2
Eftir                                                               m2 
F2067741       01 0101            Íbúðareign    90.5 
F2067742       01 0102            Íbúðareign    90.5 
F2067743       01 0201            Íbúðareign   159.9  
F2067744       01 0202            Íbúðareign   159.9  
                                                                     500.8


Allar nánari upplýsingar um eignina veitir: 
Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma 858-7410 eða gj@remax.is
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma 899-6753 eða arg@remax.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
Byggt 1959
83.2 m2
Fasteignanúmer
2067741
Byggingarefni
steypa
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
56.500.000 kr.
Lóðarmat
8.850.000 kr.
Brunabótamat
40.200.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1959
83.2 m2
Fasteignanúmer
2067742
Byggingarefni
steypa
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
56.500.000 kr.
Lóðarmat
8.850.000 kr.
Brunabótamat
39.350.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Opna eign
3D Sýn
Image
Opna eign
Gerðhamrar 23
112 Reykjavík
295.5 m2
Einbýlishús á tveimur hæðum
1125
744 þ.kr./m2
219.900.000 kr.
Opna eign
Image
Opna eign
Grænlandsleið 19
113 Reykjavík
240.4 m2
Raðhús á tveimur hæðum
524
Fasteignamat 146.400.000 kr.
Tilboð
Opna eign
3D Sýn
Image
Opna eign
Kaldasel 19
109 Reykjavík
325.4 m2
Einbýlishús með aukaíbúð
936
565 þ.kr./m2
183.900.000 kr.
Opna eign
3D Sýn
Image
Opna eign
Hverafold 41
112 Reykjavík
252.8 m2
Einbýlishús á tveimur hæðum
614
771 þ.kr./m2
195.000.000 kr.
RE/MAX Ísland logo
Við vinnum fyrir þig
Hafðu samband
skrifstofa@remax.isS: 4777777
Skeifunni 17
kt. 480506-0810
Hlekkir
Samfélagsmiðlar
© Copyright 2025 - RE/MAX Ísland
Knúið af
Fasteignaleitin